04.06.1932
Efri deild: 95. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2369 í B-deild Alþingistíðinda. (2750)

824. mál, tekju- og eignarskattsauki

Einar Árnason:

Ég vil benda á og vekja eftirtekt á, að ef brtt. hv. 2. landsk. verður samþ., þá verður það til þess, að tekjur ríkissjóðs rýrna. En eins og kunnugt er, er þetta frv. borið fram til þess að afla ríkissjóði tekna, og þess vegna er varhugavert að samþ. brtt. hv. 2. landsk.