04.06.1932
Neðri deild: 93. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2372 í B-deild Alþingistíðinda. (2768)

826. mál, lán til skipaviðgerðarstöðvar í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég hafði haft í hyggju að bera eitthvað fram á þessu þingi fyrir þetta mál, en svo var mér skýrt fra, að einkafyrirtæki væri stofnað, sem komið hefði málinu af stað og væri þegar búið að gera kaup á tveimur dráttarbrautum. Þegar málinu var komið þannig, virtist mér kippt fótunum undan því, að Rvíkurbær og ríkið ynnu saman að lausn málsins. Dró ég mig því í hlé með till. mínar.

Til þess að mál þetta verði ekki stöðvað nú, vildi ég óska, að n. fengi að athuga það, og hún ætti svo tal við mig um það, og jafnframt þá menn, sem sérstaklega eru málinu kunnugir. Þar sem hér er um að ræða að taka ábyrgð fyrir einkafyrirtæki, óska ég, að frv. verði vísað til fjhn. og að hæstv. forseti gefi fundarhlé meðan verið er að athuga það.