04.06.1932
Neðri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2373 í B-deild Alþingistíðinda. (2775)

826. mál, lán til skipaviðgerðarstöðvar í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég hefi ásamt hv. flm. átt tal milli funda um þetta mál við nokkra hv. fjhnm. og aðra, sem kunnugleika hafa á því. Það hefir orðið að samkomulagi að bera fram svofellda skrifl. brtt.:

„Við 1. gr. Greinin orðist þannig: Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast allt að 125 þús. kr. lán fyrir dráttarbraut í Reykjavík, gegn bakábyrgð Reykjavíkurbæjar, enda sé það tryggt, að fyrirtækið geti tekið til starfa fyrir 1. marz 1933“.

Ennfremur er lagt til, að fyrirsögn frv. orðist svo:

„Frv. til I. um heimild handa ríkisstjórninni til að ábyrgjast lán fyrir dráttarbraut í Reykjavík“.

Ég hefi fengið upplýsingar um, að þessu máli er svo langt komið, að dráttarbraut mun nú vera á, leið til landsins, en að einungis vanti fé til þess að setja hana upp, svo að hún geti tekið til starfa í haust. Að vísu er hér um einkafyrirtæki að ræða, en ekki ríkisfyrirtæki, eins og margir hefðu e. t. v. óskað, en þá er þess að geta, að samningar eru nú gerðir um það, að öll járnsmíðverkstæði í bænum geta fengið að vinna í viðgerðarstöðinni, svo að aðstaða þeirra innbyrða verður eftir atvikum jöfn, og ætti eðlileg samkeppni milli þeirra að geta haldizt eftir sem áður. Þegar tryggilega er gengið frá þessu atriði, virðist full ástæða fyrir ríkisvaldið að stuðla að því, að slík starfsemi geti hafizt, því að hún flytur mikla vinnu inn í landið, ef vel tekst til.