23.02.1932
Neðri deild: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (2797)

30. mál, vigt á síld

Ólafur Thors:

Eins og hv. flm. tók fram, var því skotið inn í frv. um vigt á síld hér í hv. Nd., að heimilt væri að mæla síld hér í hv. Nd., að heimilt væri að mæla síld, ef samkomulag fengist um það milli kaupanda og seljanda. Ástæðan var sú, að hjá sumum bræðslustöðvum er það vandkvæðum bundið að koma upp vigt til þess að vega síldina á, auk þess sem það er alltaf töluverður kostnaður. En auk þess er að staðreynd, að mál er réttlátari mælikvarði á gildi þessarar vöru en vog. Mun ég eiga um það tal við nefnd þá er málið fær til meðferðar, og færa að því skýr rök.