08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (2802)

30. mál, vigt á síld

Frsm. meiri hl. (Sveinn Ólafsson):

Það, sem hv. frsm. minni hl. lagði mesta áherzlu á og virtist byggja á andstöðu sína við frv., var það, að með því væri tekið af viðskiptamönnum það samningafrelsi, sem 1. frá 1930 hefðu ætlað þeim að hafa um það um, hvort bræðslusíld væri hafa um það, hvort bræðslusíld væri vegin eða mæld, og í öðru lagi væri ekkert öruggari aðferð að vega síldina heldur en mæla. Þá taldi hann vigtun valda bagalegri töf á afgreiðslu skipa og kostnaði. Ég bjóst tæplega við, að hann mundi leggja eins mikla áherzlu að síðara atriðið eins og hann gerði. Mér er ekki sýnilegt, að það þurfi að tefja verulega fyrir afgreiðslu að vega síldina, ef vogin er til taks. Ef svo stendur á, að vog er ekki til eða hún bílar, er vitanlega ekki hægt að vega, en jú er líka, eins og hv. frsm. minni hl. drap á, opin leið fyrir kaupanda og seljanda að koma sér saman um að áætla þunga síldarinnar. Vanti þetta nauðsynlega áhald, vogina, er auðvitað ekki með frv. þessu útilokað, að menn geti komið sér saman um þyngdarákvörðun, sem byggð væri á mælingu.

Tel ég óþarft að fjölyrða um þetta frekar, en ætla að víkja örfáum orðum að hv. þm. G.-K. Hann þóttist hafa tekið eftir því, að í ræðu minni áðan hefi ég viðhaft þau orð, sem einnig eru í nál., að meiri hl. telji eins og komið er, að rétt sé að lögbjóða vigt á síld. Með þessum ummælum fannst honum verið að miða á sig. Ég skal fúslega játa það, að mér hefir ekki komið í hug að væna hann hrekkvísi vegna óheppni hans í kaupum mælikeranna á Hesteyri. Það, sem ég átti við, var það, að úr því almennar umkvartanir hafa komið fram og óskir um, að vog verði notuð við móttöku bræðslusíldar, þá væri eðlilegast að fylgja sömu reglu alstaðar með þá vörutegund eins og aðrar, sem til skamms tíma hafa gengið kaupum og sölum eftir mælingu, og útiloka með því getsakir og grunsemdir.