21.03.1932
Neðri deild: 34. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (2841)

30. mál, vigt á síld

Bergur Jónsson:

Ég þarf ekki að svara mörgum orðum hv. þm. G.-K. Svar hans til mín var kurteislegt, en hann hrakti ekkert af því, sem ég sagði í ræðu minni. Það, sem skiptir hér mestu, er það, hvers sjómennirnir óska í þessu efni; ef þeir óska þess, að síldin sé vegin, en ekki mæld, þá er það bersýnilega kúgun, ef verksmiðjan setur það skilyrði fyrir kaupum á síld, að síldin sé mæld, og að öðrum kosti fái sjómennirnir ekki atvinnu.