19.05.1932
Neðri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (285)

3. mál, landsreikningar 1930

Magnús Guðmundsson:

Mér þykir hv. 1. þm. N.-M. heldur vera farinn að gleyma því, sem sagt var á þinginu 1928, en af því að ég hefi ekki haft nema lítinn tíma undir hans stuttu ræðu til þess að ná í heimildir til þess að svara honum og hjálpa til betra minnis, og hinsvegar að ég hefi nú aðeins aths., þá skal ég lofa honum því, að taka ræðu hans rækilega til andsvara við 3. umr. Ég ætla að vita, hvort ég finn ekki í umr. frá 1928 hann eða flokksbræður hans halda því fram, að tollalækkunin 1929 hafi verið of mikil og þess vegna þurfi að hækka tollana.