07.03.1932
Neðri deild: 22. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (2858)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Frsm. (Pétur Ottesen):

Það má segja, að það var mikil gleði í Paradís hér áðan, — ef ég annars má viðhafa slíkt orð um það umhverfi, sem við lifum í hér —, hjá andstæðingum þessa frv. Þeir höfðu eftir mér ummæli, sem þeir hafa nú teygt og togað, hver á eftir öðrum, á þann veg, að úr þeim mætti draga, að engin þörf væri á þessu frv.

Þessi ummæli mín, sem andstæðingar þessa frv. hafa verið að slá sig til riddara á, og lutu að því að hnekkja fullyrðingum þeirra um verðhækkun á kartöflum, voru á þá leið, að það hefði sýnt sig, að innlendu kartöflurnar útilokuðu sölu á erlendum kartöflum á heim tíma, þegar þær væru á markaðinum, þar sem hægt væri að koma þeim kostnaðarlítið á markaðinn. En til þess að nota þessi ummæli mín þann veg, sem þeir nú gerðu, svo að hægt væri að draga út úr þeim þessa ályktun, urðu þeir vitanlega að sleppa síðustu setningunni. Í frv. er farið fram á, að ríkið létti undir með flutning á kartöflum hafna á milli. Það er nú svo háttað með flutninga með ströndum fram, að það er víða dýrara að senda vörur milli hafna innanlands heldur en senda þær beint frá útlöndum, einkum þegar um aðra og meiri fragt er að ræða til þeirra sömu verzlana. Þann aðstöðumun á að jafna með þessu frv., að því er kartöflur snertir. Það er því ekki til í þessum ummælum nein röksemd í þeirra þágu, þegar þátt eru tekin eins og þau voru töluð og ekki slitin út úr réttu samhengi.

Þessi aðferð þeirra, að slita sundur ummæli mín, til þess að geta notað þau sér í hag, sýnir aðeins, í hvað mikið rökþrot þeir eru komnir. Þeir eru farnir að nota útúrsnúninga til þess að bera blak af sér og þeim ástæðum, sem þeir eru að tefla fram gegn þessu máli.

Hv. þm. N.-Ísf. o. fl. hafa af nýju endurtekið þau ummæli, að frv. Þetta verði til að hækka verð á kartöflum, ef samþ. verður. Skýrslur frá hagstofunni sýna, að meðalverð á innfluttum kartöflum er 13 kr. tunnan. Þar við bætist uppskipunarkostnaður, tollur, geymsla og álagning verzlananna. Ég ætla því, að raunverulegt meðalverð, sem neytendur þurfa að greiða fyrir útlendu kartöflurnar, sé ekki undir 20–22 kr. Nú er vitanlegt, að einhverjir stærstu kartöfluframleiðendur landsins, bæði Akurnesingar, Stokkseyringar og Eyrbekkingar, selja kartöflurnar, fyrst þegar þær koma á markaðinn á sumrin tæplega fullþroska, á 20–22 krónur, en síðan á 17–20 krónur í mesta lagi. Þetta sýnir, að það er beinn skaði fyrir neytendur að þurfa að kaupa útlendar kartöflur, því að raunverulegt meðalverð þeirra er hærra en þeirra íslenzku.

Ég held, að ekki sé þörf að fara frekari orðum um þetta. Það, sem ég vildi sýna fram á, er í fám örðum, að þar, sem hægt er að koma íslenzku kartöflunum kostnaðarlítið á markaðinn, útrýma þær að mestu útlendum kartöflum þar á sama tíma, og er það jafnframt sönnun þess, að þær hola fyllilega samanburð við útlendu kartöflurnar hvað verð snertir.

Hv. þm. N.-Ísf. sagðist reiðubúinn til að kaupa íslenzku kartöflurnar fyrir 35 kr. hærra verð en þær útlendu. Ég verð nú að segja það, að mér finnst það furðulegt ósamræmi í þessari yfirlýsingu hans og framkomu hans í þessu máli. Vildi ég heldur, að hann veitti þessu máli stuðning af alhuga. Þá væri hann að vinna að því að eiga þess kost að fá innlendar kartöflur allt árið við mjög sanngjörnu verði, í stað þess að við verðum nú að kaupa erlendar kartöflur nokkurn hluta ársins fyrir 3–5 kr. hærra verð hverja tunnu en markaðsverðið er á innlendum kartöflum. Ég held því, að hv. þm. ætti að slaka til með andstöðuna við þetta frv. Hinn þjóðlegi og hyggni maður, sem hv. þm. hefir að geyma, ætti að koma fram í því, að hann hyrfi frá villu síns vegar og hætti að vinna á móti þessu frv., en legði því í þess stað lið sitt. Nóg þurfum við að flytja frá útlöndum samt, þótt við hættum að kaupa vöru, sem er jafnauðvelt að framleiða í landinu eins og kartöflur.

Ég hefi gaman af í þessu sambandi að benda á, hvernig Svíar lita á þetta mal, hvað þeim finnst mikilsvert að vernda innlenda framleiðslu. Undanfarið hefir tollur á kartöflum í Svíþjóð verði 2 kr. á tunnu. En þeim þykir það ekki nóg til verndar innlendri kartöfluframleiðslu og hafa því nýlega hækkað tollinn upp í 10 kr. á tunnu. (MJ: Þeir gera nú líka margar vitleysur í Svíþjóð). Þeir líta eins á þetta mál og við, sem mælum með þessu frv., að það beri að hlúa eins og auðið er að innlendri framleiðslu. Og þar eru Svíar á réttri leið, hvort sem þeir gera fleiri eða færri vitleysur á öðrum sviðum.

Mér finnst undarlegt, að hv. þm. N. Ísf. byggir andstöðu sína við þetta frv. fyrst og fremst á því, að það hafi kostnað í för með sér. En svo býðst hann hinsvegar til að vera með því að veita allt að 50000 kr. til að styrkja innlendu framleiðsluna. Við förum ekki í þessu frv. fram á svo mikinn fjárhagslegan stuðning. Það hefir verið bent á, að kostnaður samkv. ákvæðum þessa frv. yrði í mesta lagi 10–12 þús. kr. á ári. En við í landbn. eigum eftir að koma fram með fleiri till., er miða að því að tryggja, að íslenzkar vörur gangi fyrir þeim erlendu á íslenzkum markaði, og er þá gott að mega eiga von á stuðningi hv. þm. N.-Ísf., bæði hvað snertir fjárframlag og annað.

Það hefir verið farið ýmsum óvirðingarorðum um þetta frv. Að vísu tel ég það ekki sérstaklega mikla óvirðingu, þótt því væri líkt við skottulækningar, því að með því orði mun átt við þær gömlu og góðu smáskammtalækningar, sem oft komu að gagni. Hv. þm. töluðu líka um kartöflusýki í sambandi við frv. Það er út af fyrir sig hættulegur kvilli í kartöflum, sem kartöfluræktarmenn eiga við að stríða, en tekst þó oftast að sigrast á. En það er önnur sýki, mjög áberandi og skaðvænleg, sem þeir menn eru þungt haldnir af, sem herjast með öllu sínu andlega afli gegn því, að Alþingi veiti þjóðinni stuðning og uppörfun í því að byggja hag sinn sem mest upp á nothæfum náttúrugæðum, innlendum. Það má vel vera, að þessir menn þurfi að fá miklar og stórar inntökur út a, b, c o. s. frv., áður en slík sýki verður upprætt. Þegar ég talaði um það, að andstæðingar þessa frv. væru að mála fjandann á vegginn í sambandi við þetta mal, þá átti ég vitanlega við allar þessar lýsingar, sem þeir hafa verið að gera á þessu frv., því til ófrægðar. Og að ég talaði um hv. 4. þm. Reykv. sem góðan málara, sem hann tók sér til inntektar og sem viðurkenningu frá mér fyrir því, að sér hefði tekizt að draga upp góða líking af frv., þá átti ég við þá hæfileika málarans, sem í því liggja að hrúga saman sem allra mestu af fjarstæðum í málverkum sínum. Það var vegna þess hæfileika hv. þm., að ég taldi hann í þessu sambandi góðan málara.