17.03.1932
Neðri deild: 31. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í C-deild Alþingistíðinda. (2896)

87. mál, innflutningur á kartöflum o. fl.

Forseti (JörB):

Mér hafa borizt í hendur brtt. frá hv. 4. þm. Reykv. Þessar brtt. eru skrifl. og of seint fram komnar, og þarf því að leita afbrigða frá þingsköpum, til þess að þær megi koma fyrir hv. deild. Brtt. eru á þessa leið:

„1. Við 1. gr. Í stað „er bannað“ kemur: er atvinnumálaráðherra heimilt að banna.

2. Við 2. gr. Greinin hefst þannig: Nú ætlar atvinnumálaráðherra að nota heimild 1. gr., og ákveður hann þá, að fengnum till. Búnaðarfélags Íslands, með auglýsingu í Lögbirtingablaði o. s. frv.

3. Við 5. gr. Við greinina bætist: Þar skal og setja ákvæði, er tryggi, að verð á kartöflum fari ekki fram úr því, sem vera myndi, ef innflutningur væri frjáls“.