09.04.1932
Efri deild: 47. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í C-deild Alþingistíðinda. (3032)

320. mál, sveitarstjórnarlög

Flm. (Jón Baldvinsson):

Frv. þetta hefir verið flutt á tveimur undanförnum þingum, en hefir hafnað í allshn. þessarar d. Ég geri ráð fyrir því, að það fari enn til hennar, og vil ég mælast til þess, að hún afgr. það og að það fái að ganga áfram. Frv. er einfalt og er því fljótlegt að átta sig á því. Það fer aðeins fram á það, að í stað þess, að nú þarf 300 íbúa til þess að kauptún eða þorp fái rétt til að verða sérstakur hreppur með eigin sveitarstjórn, þá þurfi samkv. frv. ekki nema 200 íbúa til þess að öðlast sömu réttindi. Önnur breyt. er ekki í frv. þessu á sveitarstjórnarlögunum. Er því frv. ekki lengi athugað. Legg ég til, að því verði að umr. lokinni vísað til allshn.