04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (306)

3. mál, landsreikningar 1930

Jón Þorláksson:

Þetta frv. stendur í nánu sambandi við landsreikningana sjálfa og till. yfirskoðunarmanna um ýms atriði þeirra. Nú hafa þeir gert tillögu til úrskurðar um ýms atriði, sem hljóta að breyta undirstöðum þessa frv. Hafi þeir gert till. til niðurskurðar á ýmsum atriðum, sem nú er farið að samþ.

Um önnur atriði hafa þeir ekki farið fram á hvað, að Alþingi samþ. þau, heldur hafa þeir skotið heim til frekari umsagnar Alþingis. Er því ófært að samþ. þau nú sem stendur, heldur yrði Alþingi fyrst að taka til meðferðar öll atriði í úrskurði yfirskoðunarmanna. Greiði ég því atkv. á móti frv.