03.05.1932
Efri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í C-deild Alþingistíðinda. (3150)

159. mál, framfærslulög

Jón Baldvinsson:

Ég vil þakka hæstv. forseta, að hann hefir nú tekið þetta mál á dagskrá, þó að n. sú, er hefir haft það til meðferðar, hafi ekkert látið til sín heyra um frv. En vegna þessa, að hvorki aths. né brtt. hafa komið fram við frv. frá n., þá er raunar lítið nýtt að segja í málinu.

Eins og hv. dm, vita, felur frv. í sér þá aðalbreyt. í fátækramálum að gera landið að einu framfærsluhéraði. Með því er komið í veg fyrir sveitarflutning og afnumin öll viðskipti milli sveitarfélaga út af þurfalingum, sem menn vita, að komin eru í hið mesta öngþveiti og flækju. Af þeim ástæðum liggja nú fyrir þinginu þrjú eða fjögur frv., sem fara í þá átt að breyta fátækralöggjöfinni, en ekkert þeirra frv. gengur eins langt til lagfæringar á misfellunum og þetta.

Ég þykist nú vita, að hv. allshn. sé ekki með þessu frv., úr því að hún hefir flutt annað frv. um sama efni, þó að allir nm. muni ekki heldur vera því samþykkir, en það frv. mun nú koma til umr. hér síðar í dag. Ég álít ekki að svo stöddu þörf á að ræða sérstök atriði þessa frv., en ég vil vænta þess, að hv. d. haldi því lifandi, ef hitt skyldi bíla. Það er ekki séð fyrir úrslit þessara mála hér á þingi. mér skilst, að allmargir menn í hv. Nd. vilji byggja á þeim grundvelli, sem þetta frv. felur í sér. Vænti ég því, að hv. þm. samþ. einstakar gr. frv. eins og þær eru, eða láti það bíða 3. umr. að gera brtt., þar til sést, hver afdrif hin frv. muni fá.