04.03.1932
Neðri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í C-deild Alþingistíðinda. (3184)

61. mál, gelding hesta og nauta

Frsm. (Þorleifur Jónsson):

Landbn. hefir falið mér að hafa orð fyrir þessu litla frv., en þar sem frv. er einfalt og auðskilið, er ekki þörf á langri framsögu.

Þetta frv. er orðið hér gamalkunnugt. Það lá fyrir þinginu 1930 og vetrarþinginu 1931, en dagaði uppi á þeim báðum sökum tímaskorts, en ekki vegna andmæla.

Frv. felur í sér tvo ákvæði: 1) Að sýslunefndir hlutist til um það, að hæfilega margir geldingarmenn séu til í sýslu hverri. Skulu þeir hafa vottorð frá dýralækni eða lækni um, að þeir séu starfinu vaxnir og hafi lært að nota svæfingarmeðal við geldingu. 2) Að skylt sé að svæfa alla hesta og naut, sem gelt eru.

Þetta er mannúðarmál, sem allir hljóta að verða samdóma um. Er því óþarft að fara fleiri orðum um það að sinni, en óska vil ég þess, að frv. gangi til 2. umr.