04.03.1932
Neðri deild: 20. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í C-deild Alþingistíðinda. (3185)

61. mál, gelding hesta og nauta

Jón Auðunn Jónsson:

Ég er nokkuð á annari skoðun en hv. landbn. og frsm. hennar. Ég hygg, að hættulegt geti verið að fá almenningi í hendur lyf það, sem notað er við svæfingu. Mér þætti því réttara og tryggara, að dýralæknum og héraðslæknum yrði falið að sjá um þetta verk. Það er vafasamt, að rétt sé að fá öllum í hendur þetta lyf, sem vottorð hafa um, að þeir geti gelt. Ég sé heldur enga ástæðu til þess að gera það, því dýra og héraðslæknar ættu að geta innt þetta af hendi, er þeir eiga leið um héruðin hvort sem er. Ætti að ekki að auka mjög á kostnað við framkvæmd á geldingu. Það þykir galli, hve erfitt er að fá dýralækna til að ferðast um, þótt nauðsynlegt sé. Ef þeir færu árlega eina ferð yfir hérað sitt, þá ætti að mega láta þá framkvæma geldingu án mikils aukins kostnaðar.