14.03.1932
Efri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 371 í C-deild Alþingistíðinda. (3193)

61. mál, gelding hesta og nauta

Guðrún Lárusdóttir:

mér þykir vænt um, að frv. þetta er fram komið og vildi óska, að það kæmist í gegnum þingið. En ég vil taka það fram, að mér finnst það ekki ganga nógu langt, því að það eru fleiri dýr en hestar og naut, sem hlífa þarf við þeim sársauka, sem fylgir þeirri aðgerð, sem hér er um að ræða. Virðist mér, að ákvæði frv. þurfi einnig að ná til sauðfjár, og það því fremur, sem nú er gert ráð fyrir, að breyta þurfi búskaparlagi bænda á þann veg að hafa sauðlömb til lögunar á haustin í stað hrútlamba, því að kjöt af þeim er talið betri verzlunarvara en kjöt af hrútlömbum. Ég fæ ná ekki séð, að það sé síður nauðsynlegt að vernda litlu lömbin frá þeim kvölum, sem frv. þetta á að vernda hesta og naut frá. Vil ég því beina þeim tilmælum til bænda þeirra, sem sæi eiga í þessari hv. deild, og til hv. landbn., sem málið fór til meðferðar, að taka þessa hlið málsins, er ég benti á, til rækilegrar athugunar.