10.05.1932
Efri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (3214)

636. mál, strandferðir

Flm. (Jón Þorláksson):

Ég hefi ekki í samanburðinum á kostnaðinum við útgerðarstjórn Esju eins og hann er nú og tilboði Eimskipafélagsins mér vitanlega talið nokkuð með nema það, sem er sambærilegt við útgerðarstjórn Eimskipafélagsins.

Í heildarupphæðunum í grg. eru innifaldar smáupphæðir til eftirlauna og annars slíks, sem skipaútgerðin veitir vegna strandferðanna án þess að færa það í rekstrarreikning skipanna. Að till. ekki ber það með sér, hvað eigi að gera við útgerðarstjórn annara skipa, er fyrst og fremst af því, að það mál liggur ekki hér fyrir, nema Eimskipafélagið taki að sér útgerðarstjórn strandferðaskipanna, og í öðru lagi er það annað mál, sem ég ætla að koma með seinna í sambandi við athugun á landhelgigæzlukostnaðinum. Sá kostnaður hefir einnig numið gífurlegri upphæð. 1931 var hann hátt upp í 900 þús. kr. Er auðséð, að það getur ekki gengið eins áfram og það hefir gert þessi ár. En það er annað mál, og ég hefi ekki fundið ástæðu til að blanda því inn í þessa till. eða grg. hennar.