13.04.1932
Efri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í D-deild Alþingistíðinda. (3248)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Forseti (GÓ):

Ég mun verða við tilmælum hv. 2. landsk. um að taka málið af dagskrá. En þá vænti ég líka, að till. hans verði svo glögg, að menn fái hugmynd um hinn væntanlega kostnað við nefndarstörfin, því að vitanlega kemur fleira til greina í þeim kostnaði en kaupið eitt, og ætlazt ég til, að till. geri þar glögg skil á.

Að svo mæltu verður umr. frestað og málið tekið af dagskrá.

Á 52. fundi í Ed., 15. apríl, var fram haldið síðari umr. um till. (A. 375, 376, 390, 399).