10.03.1932
Neðri deild: 25. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (330)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það er nú liðið mjög á fundartíma, svo að ég skal ekki tala langt mál að þessu sinni. Ég vil leyfa mér að þakka hv. meiri hl. n. fyrir góðar undirtektir við frv., og fellst ég á brtt. hans. Aftur á móti get ég ekki fallizt á brtt. hv. 4. þm. Reykv., nema e. t. v. 2. brtt., við 5. gr. frv. Hinum brtt., sem ganga í þá átt að lækka skattinn um helming frá ákvæðum frv., verð ég að biðjast mjög eindregið undan. Eins og ég hefi áður bent á, er skatturinn mjög hóflega ákveðinn í frv., er t. d. ekki nema helmingur á við samskonar skatt í Danmörku, og get ég því ekki tekið undir nokkra lækkun frá því, sem frv. ákveður. Viðvíkjandi hinum aðaltill. hv. þm. um að verja svo miklum hluta skattsins til götugerðar í bæjum, vil ég benda á það, að í frv. er ætlazt til, að nokkur hluti skattsins renni einmitt til vega og viðhalds þeirra innan lögsagnarumdæmis kaupstaðanna, eða m. ö. o. til malbikunar. Til þess er áætlað að verja 20% af skattinum. Þetta held ég, að bæjunum verði haganlegra en sú tilhögun, sem hv. þm. stingur upp a. Hv. 4. þm. Reykv. lagði mikla aherzlu á það, að bifreiðarnar væru langmest notaðar innan þeirra lögsagnarumdæma og bæja, sem þær væru skrásettar í. En ég ætla að benda honum á það, að vegir út frá kaupstöðunum eru ekki síður til orðnir vegna bæjanna en sveitanna. T. d. er það stórmikill gróði fyrir Rvík, hvað hún hefir stórt uppland. Sambandið við upplandið er svo mikils virði fyrir Rvík, að það er beint hagsmunamál borgarbúa, að lagður sé á skattur til þess að auka og bæta vegi sem standa í sambandi við bæinn.

Þá eru það brtt. hv. þm. Rang. o. fl. Ég verð að segja það sama um þær, að get ekki lagzt á sveif með þeim, sérstaklega ekki því, að ákveðnum hluta þessa skatts verði varið til styrktar flutningum í einstöku héruðum, enda ætti slíkur styrkur miklu frekar heima í fjárl. Það er ekki rétt að tala um það, að héruð, sem langt liggja frá höfn, séu sérstaklega skattlögð með þessu frv., þar sem ákveðið er, að skatturinn skuli renna til viðhalds og endurbóta á vegum, sem auðvitað yrðu heim héruðum ekki sízt til gagns. Hv. þm. nefndi járnbrautir erlendis til samanburðar. Þar, sem bezt er gert við járnbrautarflutninga, lætur ríkið sér nægja að gefa járnbrautina sjálfa. Það er alveg hliðstætt við það, að hér eru vegirnir gefnir. En alstaðar er stritazt við það, að járnbrautarflutningarnir beri sig, og þykir mjög illa fara, ef það mistekst. Hér er farið fram á, að vegirnir séu gefnir, en flutningarnir síðan látnir halda vegunum við.

Það má að vísu benda á, að mjólkurflutningar séu dýrir, en ég hygg, að bæta megi úr mjólkurflutningunum á annan hátt en að ætla sérstakan styrk af þessum skatti til að halda þeim upp. Bændur þurfa að hafa samstarf um mjólkursöluna, svo að ekki þurfi að flytja neyzlumjólk langar leiðir að, nema þá þann tímann, sem mjólkin selst bezt. Þegar svo er, að mjóikin héðan úr nágrenninu nægir fyrir Rvík, á ekki að vera að flytja mjólk hingað austan úr sveitum með margföldum kostnaði, heldur verður að vera samkomulag um það með bændum að flytja vinnslumjólk sem stytzta leið á vinnslustaðinn, og neyzlumjólkina að sínu leyti sem stytzta leið á markaðinn. Með slíku samstarfi bænda um mjólkursöluna þarf þessi skattur ekki að verða þungbær fyrir mjdlkina. — Vegamálastjóri hefir sagt mér það, að þessi skattur mundi verða um 2 kr. af bílhlassi á flutningum austur að Stórólfshvoli. Skal ég ekki segja um það, hvað bílflutningaþörf einstaks heimilis er mikil, en það má mikið vera, ef hún fer fram úr 4–5 bílhlössum á ári alls, og eftir því yrði skatturinn ekki tilfinnanlegur. Hitt er annað mál, hvort veita ætti sérstakan aukastyrk til landflutninga, eins og gert er um strandferðirnar, en ég vil þó benda á, að það er ekki meiningin að gefa strandferðirnar, og þó að útlit sé fyrir, að þessi tvö strandferðaskip ríkisins muni nú kosta landið 300–400 þús. kr. árlega, er reynt að vinna að því, að þau beri sig sem bezt. Ég býð fúslega liðsinni mitt til þess, að landflutningarnir verði styrktir eitthvað, svo að halda megi uppi föstum ferðum, sem almenningi komi að sem mestum og beztum notum. — Að öðru leyti þakka ég n. fyrir afgreiðslu þessa máls.