17.05.1932
Sameinað þing: 10. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 411 í C-deild Alþingistíðinda. (3326)

243. mál, síldarmat

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi ekkert á móti því að rökstyðja afstöðu mína í þessu máli, og hún var þannig, að ég gat fremur fylgt brtt. en frv. eins og það þá fyrir, en þrátt fyrir það var ég ekki ánægður með það eftir að búið var þó að breyta því. Þó að það sé e. t. v. nokkuð seint fram borið, þá óska ég eftir því, að hæstv. forsrh. geri grein fyrir því, hvers vegna hann greiddi ekki atkv. í fimmtardómsmálinu. Ætti honum ekki að vera síður skylt en öðrum þm. að gera grein fyrir atkv. sínu.