25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í C-deild Alþingistíðinda. (3375)

226. mál, jarðræktarlög

Pétur Ottesen:

Ég get tekið undir með hv. þm. Mýr., að ekki sé ástæða til að ræða efni frv. þessa nú. Það hefir legið fyrir undanförnum þingum, og hafa þá verið færðar fram greinilega þær ástæður, sem taldar hafa verið með breyt. heim á jarðræktarlögunum, sem frv. felur í sér, og jafnframt þær ástæður, sem færðar hafa verið fram gegn henni. Skal ég því ekki fara út í það nú, en vísa til þess, sem ég hefi áður sagt um málið og þingtíðndin geyma. En ég vil benda á, að síðastl. vetur skipaði stj. mþn. til þess að taka til athugunar stjórn búnaðarmálanna, og ég held, að jafnframt hafi verið verkefni hennar að taka til athugunar, hvernig stjórn Búnaðarfél. Ísl. skyldi fyrir komið. Mér er svo ekki kunnugt um annað en að n. þessi semdi frv. um þessa hluti, sem lagt var svo fyrir búnaðarþingið sem það var hér í vetur, og að niðurstaða búnaðarþingsins hafi orðið sú, að leita umsagna búnaðarsambandanna og hreppabúnaðarfélaganna um málið fyrir næsta búnaðarþing. Það virðist því að ófyrirsynju að vera nú að bera frv. rétta fram, þar sem fyrir liggja um málið till. frá stjórnskipaðri nefnd, till., sem verið er nú að ræða af þeim aðilum, sem málið láta til sín taka. Eins og nú standa sakir sé ég því ekki ástæðu til, að þingið fari að taka ákvörðun um málið, þar sem búast má við, að fram komi hér á Alþingi till. um það frá mþn., eftir að Búnaðarfélagið og búnaðarsamböndin hafa gert sínar aths. við bær. Ég held því, að sú eina afstaða, sem Alþingi getur tekið nú til málsins, eftir því sem það liggur fyrir, sé sú, að vísa því til stjórnarinnar, og ég leyfi mér hér með að gera það að till. minni.