25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í C-deild Alþingistíðinda. (3376)

226. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Það er rétt, sem hv. þm. Borgf. skýrði frá, að fyrir liggur frv., sem mþn. samdi, en í því frv. er einmitt tekið fram, að búnaðarþingið skuli ráða stjórn Búnaðarfél. Ísl. og um það munu allir búnaðarþingsmenn sammála. Það er því ekki það atriði frv., sem sent hefir verið til umsagnar búnaðarsamböndunum og búnaðarfélögum hreppanna, heldur allt önnur atriði. Það er því alveg óhætt að samþ. frv. þetta, sem hér liggur fyrir, því að ákvæði þess munu aldrei koma í bága við frv. mþn. hvað þetta snertir.