27.05.1932
Neðri deild: 85. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í C-deild Alþingistíðinda. (3381)

226. mál, jarðræktarlög

Jörundur Brynjólfsson:

Það er rétt, að þau atriði, sem hér er um að ræða, felast í fv. n., sem ég drap á áður og sent hefir verið út um land til umsagnar búnaðarfélaganna, en í því frv. felast og ýms önnur atriði, sem ekki eru í þessu frv., sem hér liggur fyrir; eru það atriði er snerta l. Búnaðarfélagsins, samþykkt á fjárhagsáætlun þess o. s. frv., og má ennfremur geta þess, að skv. þessum till., sem sendar hafa verið út um land, verður stj. Búnaðarfél. ekki einráð um ýms málefni félagsins og framkvæmdir þess, heldur það íhlutun æðri stjórnarvalda. Er hér því allmikill munur á.

Ég vil svo ekki fjölyrða frekar um þetta og vænti þess, að hv. d. fari ekki að samþ. frv., því ef svo verður; verður áreiðanlega að taka málið fyrir þegar á næsta þingi og gera á því allverulegar breytingar.