14.03.1932
Neðri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í C-deild Alþingistíðinda. (3393)

92. mál, kartöflukjallarar og markaðsskálar

Halldór Stefánsson:

Mér skildist, að í raun og veru sé enginn verulegur ágreiningur milli mín og hv. frsm. n. um efni þessara till. N. telur, að það, sem ég vilji með brtt. mínum, að frv. nái jafnt yfir alla garðávexti, felist í frv. sjálfu. En fyrst þetta er svo, skil ég ekki, hvers vegna ekki má setja það í texta frv. sjálfs og breyta fyrirsögninni. Hv. frsm. benti á eitt atriði í till. mínum, sem má skoðast sem veruleg efnisbreyt., en það var þar sem ég fer fram á, að kjallarann eigi að vera heimilt að leigja „framleiðendum ísl. markaðsvöru“. Í frv. er einnig gert ráð fyrir því, að kaupendur fái þarna geymslustað. Fyrir mér vakti, að eðlilegast væri, að ísl. kartöfluframleiðendur og annars garðmetis mynduðu með sér félagsskap um söluna og yrðu á hann hátt bæði framleiðendur og seljendur. En sé þetta ekki tilætlunin, þykir mér heldur ólíklegt, að það geti komið að heim notum, sem ætlazt er til og það myndi gera, ef félagsskapurinn næði einnig til sölunnar. Ef þetta er ekki tilætlunin, mætti auðvitað bæta úr því, þótt það sé of seint í þessari d. an afbrigða, en ég myndi ekki hafa á móti því að bæta inn í 2. brtt. við 2. umr., svo að á eftir orðunum „framleiðendum ísl. markaðsvöru“ komi: og þeim, er verzla með ísl. markaðsvöru. — Ef hæstv. forseti og hv. d. vildu leyfa það, ætla ég að bera fram brtt. þessu viðvíkjandi, svo að það þurfi ekki að vera ágreiningsmál.