14.03.1932
Neðri deild: 28. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í C-deild Alþingistíðinda. (3398)

92. mál, kartöflukjallarar og markaðsskálar

Pétur Ottesen:

Það er aðeins út af heim orðum hv. 1. þm. N.-M, að hann væri því mótfallinn, að þeir menn, sem verzla með ísl. kartöflur, ættu þess kost ásamt samvinnufél. framleiðenda að gerast eigendur þessa kartöflukjallara, að ég vil enn benda honum á það, sem í 5. gr. frv. stendur um þetta atriði. Þar segir svo: „Byggingar þessar er stj. heimilt að selja, ríkissjóði að skaðlausu, samlagi eða samvinnufél. kartöfluframleiðenda og þeirra, er verzla með innlendar kartöflur“. Það er sem sé gert ráð fyrir því, að þessir aðilar í félagi geti orðið eigendur kjallarans, ef þeir að öðru leyti uppfylla sett skilyrði. Það, sem í þessu felst, er það, að enginn einstakur maður, heldur eingöngu samlag kartöfluframleiðenda og þeirra, er verzla með innlendar kartöflur, getur komið þarna til greina sem aðili við kaup á þessum byggingum. Þetta er sett með það fyrir augum, að við teljum ekki æskilegt, að ríkissjóður standi á bak við fyrirtæki þetta lengur en nauðsyn krefur, eða meðan verið er að koma þessu á fót. Aðstoð ríkissjóðs á einungis að verða til þess að koma fyrirtækinu af stað. Því víðtækari sem sá félagsskapur er, sem hér er um að ræða, því meiri trygging er fyrir því, að hann hafi það bolmagn, sem þarf til þess að kaupa þessar byggingar og starfrækja þær, en þetta ákæði hv. þm. verður Þrándur í Götu þess, að ríkissjóður geti losnað við þetta fyrirtæki, og að það komist að öllu leyti í hendur hinna réttu aðila. Þess vegna vil ég f. h. n. fara fram á það, að hv. d. skerði ekki hann möguleika, sem í frv. felst til þess að byggingar þessar geti orðið eign þeirra manna, sem nota þær og starfrækja. Þar sem hv. þm. vill ekki taka brtt. sínar aftur, vil ég mælast til þess við hv. deild, að hún felli þær og samþ. frv. óbreytt.