29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í C-deild Alþingistíðinda. (3486)

71. mál, sauðfjármörk

Frsm. meiri hl. (Bjarni Ásgeirsson):

ég skal ekki miklu svara hv. þm. Borgf., því eins og hann sagði, er ekki mikið, sem á milli ber. En ég gleymdi áðan að geta um síðustu brtt. meiri hl. n., sem hv. þm. Borgf. minntist á, um það, að frestað verði framkæmd l. þangað til 1935. Eins og getur um í nál., þá er það svo, að sumar sýslur eru alveg nýbúnar að prenta sína markaskrá, og því fylgir nokkur fyrirhöfn og kostnaður, en einmitt þessar sýslur eiga samkv. frv. að vera meðal þeirra fyrstu, sem eiga að prenta sína markaskrá eftir að 1. eru gengin í gildi. N. vildi hjálpa til að spara þennan kostnað, ekki sízt á þessum tímum, og sérstaklega hitt, að þessi kostnaður kæmi ekki svona hvað ofan á annað. Þetta er ein ástæðan til þess, að við viljum fresta framkvæmd 1. til 1935. Ég álít, að það sé eins heppilegt að samþ. frv. nú eins og það liggur fyrir í aðalatriðunum, því maður getur gengið út frá því, að þó ýmsar till. komi frá héraðsstjórnum áður en frv. er samþ., þá verði það aldrei þannig úr garði gert, að ekki verði einhver atriði, sem menn reka sig á við framkvæmd l., að betur mættu fara. Ég álít því að það sé fullt eins heppilegt, að l. séu samþ. nú. Þá vita menn, hvað fyrir liggur, og þá er ekki á næstu árum ráðizt í að prenta markaskrá, sem annars yrði gert. En hinsvegar gæfist mönnum kostur á að athuga einstaka liði þangað til frv. kæmi til framkvæmda og gefa þinginu bendingar, ef eitthvað væri í l., sem nauðsynlega þyrfti að breyta. Ég býst við, að hvað lengi sem málið er dregið og hvernig sem undirbúningnum yrði hagað, þá sýndi sig í framkvæmdinni eitthvað, sem yrði að breyta. En ef málinu er slegið á frest, þá eru menn í óvissu um, hvort nokkuð verði úr framkvæmd þessa máls. Ég býst við, að ýms héruð muni á næsta ári baka sér sérstakan kostnað með því að prenta upp markaskrár sínar, sem verður ekki gert, ef gengið er frá l. á þessu þingi. Þess vegna vil ég fyrir mitt leyti og fyrir hönd meiri hl. n. leggja til, að frv. verði samþ., en dagskráin felld.