29.04.1932
Neðri deild: 63. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í C-deild Alþingistíðinda. (3488)

71. mál, sauðfjármörk

Bernharð Stefánsson:

Ég verð að segja það, að ég hefi ekki mikla trú á því að vísa þessu máli til héraðsstjórnanna. Þetta hefir áður verið gert um sum þau mál, sem varða héruðin sérstaklega; þau hafa þá verið afgr. á líkan hátt og hv. minni hl. vill afgr. þetta frv. Till. þær, sem frá héraðsstj. hafa komið, ef þær hafa þá nokkrar sent, hafa verið svo sitt á hvað að lítið hefir verið á þeim að byggja sem heild. Er og heldur engin von, að till. sýslunefnda geti orðið samstæðar, þar sem þær hafa engin tök á því að bera sig saman um málin. Ég sé því ekki, hvað þingið verður bættara með því þótt það fái um 20 álit, sem stefna mundu sitt í hverja áttina.

Mér þykir það alleinkennilegt, að nefndarhlutarnir segjast vera sammála um frv., þó vill annar nefndarhl. samþ. það, en hinn ekki. Mér finnst því, að þá greini nokkuð á. Hv. frsm. minni hl. sagði, að ýmislegt það væri í frv., sem orka kynni tvímælis. Þetta er ekkert undarlegt, því auðvitað er svo með flest eða öll lög, sem afgr. eru, að þar orkar tvímælis að einhverju meira eða minna leyti. Ég er ekki trúaður á það, að þótt þetta frv. verði sent héraðsstj. og beðið um álit þeirra á því og þær sendi það og frv. verði svo samið upp úr þeim álitum, að þrátt fyrir allt þetta muni þó ekki margt verða í því frv., sem orkar tvímælis. Það, sem hv. frsm. minni hl. einkum taldi orka tvímælis, var ákvæði frv. um allsherjar markadóm fyrir allt landið. Hann minntist á það, sem og er rétt, að sum héruð landsins hafa komið á hjá sér markadómi, og virtist mér hann telja það æskilegri leið. Það er nú rétt, að slíkir markadómar geta gert nokkurt gagn, það sem þeir ná. Þekki ég þetta vel, því hérað það, sem ég á heima í, er þátttakandi í einum slíkum markadómi, og mun hann hafa komið nokkru til vegar á því svæði, er hann nær yfir. En gallinn á honum er sá, að hann nær einungis til annarar handar. Hann nær yfir Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu, en ekki yfir héruðin að vestan. Ég held því, að nauðsynlegt sé, til þess að virkilegt skipulag komist á þessi mál, að gefa út lög, sem skipa fyrir um dómstól, sem sker úr öllum þeim ágreiningi, sem upp kemur um mörk. Annað mál er það, að æskilegt væri, að sá dómstóll starfaði með sem minnstum kostnaði, eða jafnvel kostnaðarlaust, ef hægt væri að koma því við. Það vita allir, sem til þekkja, hve mikil vandræði stafa af því, hve illt er að vita með vissu um eignarrétt manna á sauðfé, og að af þeim sökum tapa margir réttmætri eign sinni.

Það kann nú að vera, að þegar farið verður að nota þessi l., komi ýmislegt það fram um einstök atriði, sem þá verði sés, að betur megi fara. (BÁ: Sérstaklega í 15. gr. l. Já, það má vera. En ég býst við, hvenær sem lögin ná samþ. og koma til framkvæmda, að hið sama verði uppi, og það eins, þótt leitað verði til allra héraðsstj. áður en l. verða sett. Umsögn þeirra verður varla sá vísdómur, að reynslan kenni mönnum ekki að breyta þurfi til í einstökum atriðum. Og þetta er engin sönnun fyrir því, að ekki sé rétt að setja þessi 1. nú. Einmitt þegar lögin eru gengin í gildi og farið er að lifa eftir þeim, kemur það í ljós. Hverju þarf að breyta. Hygg ég, að miklu meira verði á því að byggja heldur en þó héraðsstj. kunni að láta uppi álit sitt um það, hvernig þær hyggja, að þetta muni gefast, ef það álit er gefið áður en l. verða samþ. Ég vil því vona, að hv. d. geti orðið ásátt um að samþ. frv., ásamt brtt. meiri hl. landbn., sem ég get yfirleitt fallizt á. Þótt meiri hl. leggi til, að l. gangi ekki í gildi fyrr en 1. jan. 1935, Þá skil ég það ekki svo, að hann vilji neitt hika við þessa lagasetningu, heldur sé það aðallega gert vegna þess, að í sumum sýslum eru nú nýprentaðar markaskrár, og mun meiri hl. n. því vilja hlífa þeim frá að leggja út í nýjan kostnað við prentun markaskrár. Frestunartill. meiri hl. byggist því á allt öðru en till. minni hl., sem vill vísa málinu frá með rökst. dagskrá.