17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (3525)

581. mál, veitingasala, gistihúsahald o.fl.

Frsm. (Einar Árnason):

Frv. þetta er ekki stórt. Það fjallar um það, að skemmtiferðamenn, er koma hingað til lands, — og þá aðallega til Reykjavíkur — með áætlunarskipum, er staðnæmast hér, hafi ekki leyfi til að búa um borð í skipunum meðan þau dveljast hér, heldur verði að leita til gistihúsa, ef það eru til á staðnum. Allshn. Nd. flutti frv. og allshn. þessarar deildar hefir fallizt á að mæla með því, að það verði samþ.