17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í C-deild Alþingistíðinda. (3529)

581. mál, veitingasala, gistihúsahald o.fl.

Frsm. (Einar Árnason):

Það kemur vitanlega ekki til mata, að venjuleg skemmtiferðaskip geti heyrt undir þessi lög. Hér er átt við þau skip, er hingað sigla eftir föstum áætlunarferðum, og frv. er miðað við það ástand, sem nú er, en það vita allir; að hingað hafa ekki önnur skip fastar áætlunarferðir en þau, sem annast vöruflutninga jafnframt mannflutningum að meira eða minna leyti. Skemmtiferðaskip koma því ekki til greina.

Hv. 1. landsk. áleit, að slík löggjöf væri hvergi til. Um það skal ég ekkert fullyrða. Þó hefir mér verið sagt, að það tíðkaðist ekki erlendis, að farþegar hafi leyfi til að búa í venjulegum áætlunarskipum á viðkomustöðum þeirra, þegar um verulega viðdvöl er að ræða.