17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í C-deild Alþingistíðinda. (3530)

581. mál, veitingasala, gistihúsahald o.fl.

Jón Þorláksson:

Nú kemur fram enn ný skýring. Undir millilandaskip eiga ekki að falla þau skip, sem eingöngu sigla hingað með farþega. En þetta sest bara ekki á frv., og þegar farið verður að þýða það á útlend mál, þá hygg ég, að þýðandanum muni reynast erfitt að gera grein fyrir því, að undir það falli ekki þau skip, sem kölluð eru skemmtiferðaskip. Ég játa, að þessar skýringar hv. frsm. eru til bóta. En ég vil láta það koma ljóslega fram, að undir frv. falli hvorki menn, er ferðast frá einni höfn á Íslandi til annarar og snúa þar aftur með sömu skipsferð, né starfsemi skipa, er sigla hingað eingöngu með farþega. Ef till. mín um að vísa málinu til stjórnarinnar verður ekki samþ., þá vil ég skjóta því til hv. n. að athuga þetta fyrir 3. umr.