18.02.1932
Neðri deild: 4. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 613 í C-deild Alþingistíðinda. (3580)

8. mál, erfðaleigulönd

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Frv. þetta er eitt af þeim frv. mþn. í landbúnaðarmálum, sem ekki hafa hlotið afgreiðslu ennþá. Að þessu sinni mun ég ekkert fara inn á einstök atriði þess; læt nægja að vísa til grg. þeirrar, sem því fylgir.

Þá vil ég geta þess, að ennþá er eftir eitt mál, er komið hefir frá mþn., mál, sem allmjög hafa verið greindar skoðanir um, ábúðarlöggjöfin. Að ég hefi ekki lagt það fyrir þingið enn, er sökum þess, að ég vildi fá álit búnaðarþingsins um það áður, en það situr að störfum nú, eins og kunnugt er.

umr. lokinni óska ég máli þessu vísað til landbn.