19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í C-deild Alþingistíðinda. (3612)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég get verið fáorður svari mínu til hv. þm. Ak., af því að hann virðist mér sammála um svo margt efni frv. En ég vildi þó leiðrétta það, sem hann sagði um hæstaréttardeilum Danmörku, að það væru sócialistar, sem aðallega vildu breyta lögunum um réttinn, en það er ekki rétt. Það er einmitt radikali flokkurinn með íhald í broddi fylkingar, sem barizt hefir fyrir breyt. á hæstarétti.

Við hv. 2. þm. Skagf. erum nú óðum að nálgast hver annan; hann finnur m. a. það eins og ég, að það er ekki gott, að menn fái að fara allt of gamlir inn í hæstarétt.

Það, sem hann var að tala um launaviðbót, sem ég hefði látið greiða Jóni Hermannssyni, var alveg byggt á misskilningi, því þegar Jón Hermannsson fór frá löreglustjóraembættinu og varð tolltjóri, heyrði starf hans ekki lengur undir mína deild stjórnarráðinu, heldur undir fjármálaráðuneytið. Það er þess vegna við aðra að tala um þetta en mig.

Þá vildi hv. þm. láta það líta svo út, að deilan um breyt. á skipan bæjarfógetaembættisins Rvík hefði aðeins verið deila um eyðslu eða sparnað, en það er langt frá rétt. Það var fyrst og fremst deilt um formið, það voru fyrirkomulagsbreyt., sem deilt var um. Hann skildi það ekki þá, en flokksmenn hans bæjarstj. skildu það, enda kom það fljótt ljós, að nýja skipulagið var betra en það gamla. Það kom ljós, að laun tveggja starfsmanna, bæjarfógeta og lögreglustjóra, höfðu verið óhæfilega há. Hinsvegar varð það óhjákvæmilegt, er verkin voru betur unnin, þegar meiri vinna var þau lögð, að þá varð að borga þau meira. En það er ómótmælanlegt, að sparnaður varð á sjálfum embættunum og hv. þm. verður að viðurkenna, að starfrækslan er langtum betri en áður. — Það ber einnig á það að líta, að störf lögreglustjóra, tollstjóra og fleiri slíkra starfsmanna vaxa hér ekki aðeins hlutfallslega með stækkun höfuðstaðarins, heldur miklu meira. Til þess eru margar ástæður. Í sambandi við það má benda á það, hve störf borgarstjórans hér hafa hraðvaxið í seinni tíð eftir kostnaðinum að dæma.

Að því er snertir nafn réttarins og þýðingu þess á ensku, vil ég minna hv. 2. þm. Skagf. á það að nákvæmlega sama leið var farin í l. um Landsbanka Íslands, eins og hv. þm. hlýtur og að muna, því að hann átti sjálfur hlut að þeirri löggjöf. Var þetta gert vegna útlendinga, svo að það væri skýrt og ótvírætt, að hér væri um þjóðbankann að ræða. Þá er og þess, að minnast, að Alþingi vort er kallað parliament á útlendum málum, þegar um það er talað, og gegnir þar því sama máli sem þessu efni (MG: Nei, nei). Hv. þm. þarf ekki annað en að fletta t. d. upp í alfræðiorðabókinni, sem nýlega hefir verið keypt handa þinginu, og getur hann þá gengið úr skugga um, að svo er sem ég segi, að alltaf er talað um Alþingi sem parliament, þó að þess kunni jafnframt e. t. v. að vera við getið, hvert hið íslenzka heiti þess er.