19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í C-deild Alþingistíðinda. (3613)

15. mál, fimmtardómur

Magnús Guðmundsson:

ég verð að játa það, að ég skyldi ræðu hv. þm. Ak. á annan veg en hæstv. dómsmrh., en hvor okkar fari þar með réttan skilning, skal ég ekki dæma um. Hv. þm. Ak. verður þar sjálfur að skera úr.

Hæstv. dómsmrh. taldi okkur vera farna að nálgast hvor annan um skilning á 60 ára aldurstakmarkinu, en hæstv. ráðh. verður því sambandi vel að gæta, að það er hann, sem hefir komið til mín, en ég ekki til hans. Hvað á það enda að þýða að setja þetta aldurstakmark, ef það á ekki að vera hámark, auk þess sem það verður ekki öðruvísi skilið? Vildi ég beina því til þeirrar n., sem væntanlega fær þetta mál til meðferðar, að hún leiðrétti þetta orðalag, ef hún á annað borð sinnir frv., svo að þetta verði skýrt og ótvírætt öllum, sem gr. lesa, og ekki þurfi að leita uppi ummæli, sem um málið hafa fallið í Ed., til þess að ganga úr skugga um meiningu þessa ákvæðis, eins og hæstv. dómsmrh. varð nú til ráðs, enda ætla ég, að flestum muni þykja torsótt verk að grafa uppi slíkar lögskýringar Alþt.

Hæstv. dómsmrh. lýsti sig saklausan af greiðslunni til tollstjórans, sem ég drap á, og má vel vera, að svo sé, að hann eigi þar ekki sök sjálfur, en engu að síður er sökin stj., því að hún hefir greitt þetta fé úr ríkissjóði, eins og ég áður sagði. Hefi ég með eigin augum séð þessa greiðslu bókfærða, enda bar hæstv. ráðh. ekki á móti því, að greiðslan hefði farið fram, þó að hann hinsvegar vildi skella skuldinni á stjórnarbræður sína. Ég man og svo langt, að hæstv. ráðh. lét svo um mælt á þinginu 1928, að þessi umræddi embættismaður hefði 40–80 þús. kr. í árlegar tekjur, og virðist því sannarlega hafa verið að bera bakkafullan lækinn að fá honum þessa uppbót á laun sín, sem ég áður lýsti. Og ég hefði ekki trúað því, að slík greiðsla hefði farið fram úr ríkissjóði án þess að samþykki ráðherrafundar hefði komið til áður, ef ég heyrði ekki, að hæstv. dómsmrh. virðist engin skil á þessu vita. Annars kemur það ljós á sínum tíma, hver ráðh. það er, sem fyrir þessari greiðslu hefir staðið, en skiptir þó hinsvegar engu máli, því að sökin er stj. eftir sem áður.

Ég ætla, að Alþt. muni bera því órækt vitni, að ég fór rétt með þær röksemdir, sem hæstv. dómsmrh. hafði um skiptingu embættanna hér Reykjavík á þinginu 1928. Ég vil hér aðeins minna á það, að hæstv. ráðh. sagði þá, að af embættaskiptingunni mundi leiða miklar auknar tekjur til handa ríkissjóði. (JónasJ: Þær komu líka). Ekki hefi ég getað komið auga á þær LR. Eða hefir stj. e. t. v. stungið þeim vasa sinn? (JónasJ: Hélt þm., að þær væru færðar á einhverjum sérstökum lið?) Já, ég hélt, að svo mundi gert, og einn slíkan lið hefi ég enda rekizt á, sem talinn er þessum embættum, en þar er nú ekki um að ræða hærri upphæð en 2–3 þús., ég man ekki töluna alveg upp á víst, svo að reyndin hefir orðið sú, að þessir embættismenn halda áfram flestum þeim aukatekjum, sem þeir áður höfðu. þannig hefir t. d. lögmaðurinn áfram allar tekjur af uppboðum, og segja þó l., að allar aukatekjur af þessum embættum skuli renna ríkissjóð. Benti ég á það á þinginu 1928, að slíkt væri óhæft, vegna þess, að lögmaðurinn er ábyrgur um þetta fé, og ég hefi enn ekkert á móti því, þó að uppboðstekjurnar renni til hans, heldur finnst það eftir atvikum sanngjarnt, en slíkt er bara algerlega á móti l. En hæstv. ráðh. notaði einmitt þessar fullyrðingar um auknar tekjur ríkissjóð, til þess að fanga þm. til að greiða atkv. með skiptingu þessa embætta á þinginu 1928, og nú kemur það svo ljós, að þessar aukatekjur, sem ráðh. miklaði svo augum manna þá, renna alls ekki ríkissjóð, heldur renna þær eftir sem áður til þessara embættismanna. Hitt er að vísu rétt, eins og ég margsýndi fram á á þinginu 1928, að hér er ekki um svo gífurlegar upphæðir að ræða, eins og hæstv. dómsmrh. þá vildi vera láta. Ég hefði t. d. gaman af því, ef hæstv. ráðh. liti á reikning lögmannsins í Landsbankanum yfir vexti af búafjárm. (JónasJ: Heldur þm., að lögmaðurinn dragi undan?) Nei, ekki held ég það, en ég held, að hæstv. ráðh. mundi þá verða að láta sannfærast um það, að hann hafi ýkt búafjártekjurnar úr öllu hófi fram.

Að því er snertir nafn réttarins þá er það rétt hjá hv. þm. Ak., að svo er lögboðið, að rétturinn skuli heita annað á erlendum málum en á íslenzku, og sýnir það, eins og ég hélt fram, að hæstv. ráðh. muni ljóst vera, að nafnið er ekki rétt, þar sem það gefur ekki til kynna, hvað við það er skilið.