19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 654 í C-deild Alþingistíðinda. (3614)

15. mál, fimmtardómur

Guðbrandur Ísberg:

Ef hæstv. dómsmrh. hefir skilið orð mín svo, að ég teldi þær breyt. smávægilegar, sem frv. fer fram á, að gerðar verði á hæstarétti, hefir hann skilið orð mín rangt. Ég sagði, að yfirleitt væru þessar breyt. smávægilegar og meginið af þeim aðeins umbúðir utan um þær höfuðbreytingar, sem ég einkum gerði að umtalsefni ræðu minni. Að því er eina höfuðbreyt. snertir, nafnbreytinguna, þá sýndi ég fram á, að ekkert er það, sem með henni mælir, heldur mælir hinsvegar allt á móti henni, og nákvæmlega sama máli gegnir um hinar höfuðbreytingarnar, niðurfelling prófraunarinnar, sem miðar beinlínis að því að brjóta niður réttaröryggið landinu, og er þó fæst, sem þjóðina varðar meiru, að vel sé að búið. Þó má vera, að ég hafi ekki lagt eins mikla áherzlu á það eins og ástæða hefði verið til, að allar aðrar breyt. frv., eða a. m. k. flestar þeirra, eru ekkert nema umbúðir utan um þær þrjár höfuðbreytingar, sem máli skipta, og ég áður fyrri ræðu minni drap á.