19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 654 í C-deild Alþingistíðinda. (3615)

15. mál, fimmtardómur

Jóhann Jósefsson:

Ég vil leyfa mér að benda á það, að eins og sakir standa, eru það aðrar kröfur, sem þjóðin gerir til þings og stj. en að afnema hæstarétt. Liggja engar kröfur fyrir um það frá þjóðinni að afnema henna æðsta dómstól landsins, og hæstv. dómsmrh. hefir og ekki heldur getað fært neinar sönnur á, að hann hafi almennan þjóðarvilja að baki sér til breytinga þessu efni, enda sízt við því að búast, eftir að margsinnis hefir verið sýnt fram á það meðferð þessa frv. á fyrri þingum, að hér er alls ekki um neina breytingu til hins betra að ræða. Það er nú út af fyrir sig, að breytingin hefir för með sér stórum aukinn kostnað fyrir ríkissjóð frá því, sem nú er, og er það atriði reyndar sérkennandi fyrir þá stj., sem fer með völd í landinu, og þó einkum fyrir þann ráðh., sem hér á hlut að máli, því að segja má, að hann hafi ekki alla sína ráðherratíð farið svo höndum um nokkra stofnun, að ekki hafi af því hlotizt einhver aukakostnaður, og þá oftast óhóflegur. Vil ég því sambandi minna á embættaskiptinguna hér Rvík, sem hér hefir verið drepið á umr., og vil ég jafnframt taka það fram, að það er ekki til að kasta rýrð á lögregluna né dómarana hér á staðnum, en hæstv. dómsmrh. hefir vissulega fremur ástæðu til að horfa gaupnir sér en að vera að hæla sér af því, hversu mikla vernd borgarar höfuðstaðarins eigi þar eignum sínum og atvinnufriði. Að því er kostnaðinn af þessari embættaskiptingu snertir, er það skemmst að segja, að þar hefir allt farið öfuga átt við það, sem hæstv. ráðh. hélt fram, þegar hann var að hamra skiptinguna gegn hér á þinginu 1928, svo að hann ætti ekki að vera að guma af þessari sparnaðarráðstöfun sinni.

Hér hafa nú þegar tveir flokksbræður mínir andmælt frv., báðir lögfræðingar, og hafa þeir einkum fjallað um hina lögfræðilegu hlið málsins, en ég vildi sem leikmaður benda á, að ekki verður hjá komizt að setja það samband hvort við annað, að einmitt sá ráðh., sem farið hefir óviðurkvæmilegustum orðum um hæstarétt, skuli verða til þess að bera fram frv. um afnam réttarins. Þó að maður hafi ekki sérfræðiþekkingu til að greina á milli einstakra gr. lagasetningarinnar í þessu efni, sér maður þó, að þar er ekki fiskur undir steini með breytinguna, sem hæstv. dómsmrh. vill vera láta. Er það alkunna, að af vörum hæstv. ráðh. hafa fallið orð um hæstarétt úr ráðherrastóli, sem svo hljóða, að óhæfa mundu talin meðal allra síðara þjóða. Hæstv. ráðh. hefir gengið svo langt ofsókn sinni gegn hæstarétti, að hann hefir fullyrt, að rétturinn hafi drýgt réttarmorð, og verður það því harla broslegt, þegar ráðh. nú rís hér upp og þykist bera fyrir brjósti umbætur á réttinum, sem m. a. miði að því að gera aðganginn hægari að góðu réttarfari. Hlýtur slíkt að vekja bros hjá öllum þeim, sem þekkja forsögu þessa máls, og þá einkum forsögu hæstv. ráðh. sjálfs í þessu máli. Hæstv. ráðh. sagði, að það væri ekki líklegt, að sér gengi til hefndarhugur þessu máli, og vil ég bæta því við, að ólíklegt er, að hefndarhugur hafi ráðið hjá hæstv. ráðh., þegar hann hefir verið að lítilsvirða og fótum troða þessa veglegustu stofnun ríkisins næst Alþingi sjálfu. En hvaða ástæður liggja eiginlega að þessari óverjandi framkomu ráðherrans? Hver svo sem tilgangur hæstv. ráðh. hefir verið, verður augunum ekki lokað fyrir þeirri staðreynd, að hæstv. ráðh. hefir aldrei getað séð hæstarétt friði, og þótti mér rétt að benda á þá staðreynd hér við 1. umr. þessa máls. Flutningur þessa frv. er keipar manns, sem af einhverjum ástæðum ber óvildarhug til hæstaréttar og vill hann feigan. (HStef: Á ekkert að koma í staðinn?) Ef um réttarbót væri að ræða, mundi ég ekki telja eftir þann aukna kostnað, sem af breytingunni leiðir, en það, sem á að koma í staðinn, og hv. þm. N.-M. er að fiska eftir, er dómstóll, sem á að vera verkfæri í höndum þeirrar tegundar af réttvísi, sem orðin er kunn síðan hæstv. dómsmrh. komst til valda, og alþjóð manna æ setur samband við hann, en að gera hæstarétt að verkfæri slíkrar tegundar af réttvísi, er öfugt við það, að um réttarbót sé að ræða. Þjóðin hefir þegar fengið nóg af þessari réttvísi, og ætti sá mælir nú þegar að skoðast yfrið fullur, enda er næsta ólíklegt, að nokkur maður sé svo blindur, að hann ljái atkv. sitt til að styðja að afnámi hæstaréttar og setja staðinn þá „réttvísi“, sem hæstv. dómsmrh. vill láta vera ríkjandi landinu.