19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í C-deild Alþingistíðinda. (3616)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég vildi leiðrétta misskilning, sem kom fram í ræðu hv. 2. þm. Skagf., viðvíkjandi aukatekjum tollstjórans hér Rvík. Í stjórnartíð hv. þm. voru tekjur þessa manns svo sem hann sagði, og rann þá t. d. í hans vasa 2% af öllum stimpilgjöldum, sem nam um 30 þús. kr. 5 ári, en nú rennur þetta óskipt ríkissjóð, og eins hafa skipagjöldin verið tekin af honum, sem hann áður naut góðs af. Hefir hv. þm. auðsjáanlega ekki tekið eftir þessu, og stafar misskilningur hans af því.

Mér þótti vinur minn, hv. þm. Vestm., vera illu skapi áðan, og stafar það eflaust af því, að hann er nú nýkominn hingað til bæjarins heiman úr Eyjum, en þar mun nú lífshættulegt að dveljast vegna skothríða, en ég vænti þess, að þessi órói hv. þm. Vestm. hverfi, þegar hann fer að njóta værðarinnar hér höfuðstaðnum og verndar okkar góðu lögreglu hér. — Hv. þm. talaði um það, að ég hefði gagnrýnt dóma hæstaréttar, og er það að vísu ekkert einsdæmi um mig, því að þetta er gert öllum löndum, sbr. t. d. þetta atriði, sem ég færði til ræðu minn fyrr dag, að dómsmrh. Dana lét svo um mælt, að fjöldi dóma hins danska hæstaréttar hefðu fallið öðruvísi en ella, ef atkvgr. hefði verið opinber. Hvað lá nú til grundvallar fyrir þessu hjá Zahle? Hann vill, að atkvgr. verði gerð opinber og þjóðinni þannig gefinn kostur á að fylgjast með og veita dómurunum það aðhald, að dómar þykja þar nú gefa betri niðurstöður. En því minntist hv. þm. Vestm. ekki á það, að það eru fleiri en ég íslenzkra manna, sem gagnrýnt hafa hæstarétt? Einn málaflutningsmaður við réttinn, sonur eins fyrrv. dómara hér í bæ og flokksbróðir hv. þm. Vestm., lét svo um mælt opinberu skjali, að hér á landi væri um ekkert réttlæti að ræða, ef hæstiréttur dæmdi þá leið, sem hann síðar gerði, einu ákveðnu máli. Auk þess er rétt að benda á dóm Sig. Eggerz um hæstarétt nýútkomnum bæklingi. Þar getur hv. þm. séð, hvernig sumir fremstu menn flokki hans líta á málið.