19.02.1932
Neðri deild: 5. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í C-deild Alþingistíðinda. (3620)

15. mál, fimmtardómur

Ólafur Thors:

Það eru aðeins örfá orð, sem ég vildi segja hér deildinni undir þessari umr. málsins. Þau hníga að því, að það komi berlega fram, af hvaða rótum þetta mál er runnið.

Allt frá því fyrsta að þessi hæstv. dómsmrh. tók við völdum, hefir hann til hneykslis öllum almenningi hvað eftir annað gert harðvítugar og óvægilegar árásir á hæstarétt þjóðarinnar. Eitt eftirminnilegasta dæmið var sambandi við mál, þar sem þessi hæstv. ráðh. vann það til að gefa erlendum sökudólg stórar gylligjafir, tugi þúsunda, að því er sýndist eingöngu til þess að fá tækifæri til þess að ráðast á hæstarétt. Síðan hefir hann haldið þessum árásum áfram óslitið. Af vörum hans úr ráðherrastóli þessarar hv. d. hafa fallið þau orð um hæstarétt, sem allir hugsandi menn harma, eins og t. d. þegar hann sagði, að rétturinn hefði framið réttarmorð. Þessar árasir hafa svo stöðugt haldið áfram og nú síðast enda þær nauðaómerkilegri, en þó ekki allskostar óskemmtilegri grein Tímanum síðastl. laugardag. Grein með fyrirsögninni: „Vér heldum heim“. Ég las grein þessa eins og hvert annað grín, svona svipað því, sem er Speglinum. Og greinin er skemmtileg, af því að hún lýsir svo ágætlega andlegri heilsu ráðherrans, en meinlaus, af því að tæplega er hugsanlegt, að vaðallinn verði tekinn alvarlega. Eins og kunnugt er, hefir þessi hæstv. ráðh. haft háttlaunaða menn, eins og t. d. hv. þm. Dal., til þess að skrifa um sig væmið oflof, sem margir hafa brosað að, en nú hefir hann ekki einu sinni getað fengið þennan andlega samherja sinn til þess að fullnægja hinni sívaxandi og óseðjandi metorðagirnd sinni og því orðið að skrifa þessa spaugilegu gríngrein sjálfur. Grein þessi byrjar á því að viðurkenna Jón Sigurðsson forseta sem mestan mann, en eftir hans dag þá. Briem, Magnús Torfason og Skúla Thoroddsen, aðrar pólitískar stjörnur hafi ekki skinið hjá þjóð vorri. Hinir hafa allir verið „Estrups þrælar“, kúgaðir og kaghýddir arlakar. En þó sé svo Guði fyrir að þakka, að þjóðin lifir enn. En af hverju? Af því aðeins, að annar Jón Sigurðsson er fram kominn. Og sjá, þar situr hann. Ég veit vel, að þetta er ekki síðasti kaflinn þessari árásarsögu hæstv. ráðh. á hæstarétt, því að á meðan hann hefir kraft til þess að halda á penna og svo mikið vit sem nægir til þess að einhver hluti þjóðarinnar trúir því, sem hann segir, mun hann halda iðju sinni áfram.

Það má vel vera, að menn geri sér það ekki almennt ljóst, af hverju þessi hæstv. ráðh. vill láta breyta hæstarétti, svo að hann verði annars eðlis en hann er nú. En það er af því, að hann, sem getur leikið sér að því að brjóta lög landsins og hefir jafnvel fengið meiri hl. þingsins, með aldursforseta broddi fylkingar, til þess að samþ., að það, sem var skýrt lagabrot, væri ekkert lagabrot, hann á erfitt með að þola það, að til sé sú stofnun, sem ekki hleypur eftir vilja hans, heldur lætur lög landsins ráða og dæmir eftir þeim. Og það því heldur, þar sem dómar þessarar stofnunar hafa lent allóþyrmilega á honum sjálfum. Ég er t. d. alveg fullviss um, að síðasti dómur hæstaréttar máli Helga læknis Tómassonar hefði einn nægt til þess, að þessi ráðh. hefði fengið hatur á stofnuninni og heim, sem henni eiga sæti. Hæstv. ráðh. var það mikið kappsmál, að læknirinn biði lægra hlut því máli, en rétturinn leit svo á, að ráðh. hefði brotið lög landsins á lækninum og lét því ríkissjóð sæta stórum útgjöldum fyrir. Ég get því vel skilið, að hæstv. ráðh. með sitt einræðisskap, eigi bágt með að þola þetta. Annars er það ekki vansalaust fyrir þingið að hafa slíkan mann sem núv. dómsmrh. lengur sem aðalvörð laga og réttar landinu. Mann, sem svo mjög misbeitir valdi sínu og getur ekki þolað rétt lög og réttláta dóma. Það væri sæmra, að Alþingi leysti þjóðina undan einræði þess manns, sem herfilegast hefir misheitt valdi sínu af öllum þeim, er hér hafa með völd farið, heldur en að honum sé nú einnig fengið fullveldi yfir dómsvaldinu landinu. Við höfum sannarlega nógu lengi átt að búa undir hinni alkunnu Hrifluréttvísi. (Dómsmrh.: Eru það síldarmálin, sem hv. þm. á við?). Ég skal, hvenær sem minnzt er á þetta mál, nota tækifærið til þess að koma svo miklu um það inn Alþt., að hæstv. ráðh. verði sér til verulegrar skammar, svo fremi hæstv. forseti vill leyfa það. (Forseti: Það mál er alls ekki til umr.). Það veit ég vel, en má ég þá fara fram á við hæstv. forseta, að þegar ráðh. talar hér um þetta mál, þá gefist mér kostur á að koma fram með öll gögn málsins, svo þau komist þingtíðindin. Ég vænti, að hæstv. forseti leyfi þetta, þar sem ég stend frammi fyrir hinu ofsóknaróða ákæruvaldi, enda þótt það reyni á þolinmæði hv. dm., og trausti þessa skal ég falla frá að tala um það mál nú.

Það var svo sem auðvitað, að þessi hæstv. ráðh. yrði sár út af því, að ég minntist á, að hæstiréttur þjóðarinnar hefði ekki getað álitið það rétt, að ráðh. svipti 70–80 hörmulega stadda sjúklinga þeirri hjálp, sem þeim var meira virði en allt annað, því að með því að reka dr. Helga frá sjúkrahúsinu á Kleppi, skyldi hæstv. ráðh. þá vesalinga, sem þar voru, eftir því ástandi, sem var verra en dauðinn. Ég skil líka ofurvel, að hæstv. ráðh. er reiður hæstarétti fyrir það að dæma ritstjóra Tímans hæstu sekt fyrir nær 400 illyrði um dr. Helga Tómasson, sem flest voru eftir ráðh. sjálfan. Annars er það þingsins að gera það upp við sig, hvort það vilji láta þau lög ein gilda, sem þessi ráðh. vill að gildi á hverjum tíma, eða þau lög, sem sett hafa verið af löggjafarvaldi þjóðarinnar.

Frv. þetta er ekkert annað en eðlilegur ávöxtur af þeim tveim strengjum, sem eru ríkastir eðli þessa manns. Annað er einræðistilhneigingin, en hitt er uppskafningshátturinn, eða réttara sagt oflátungshátturinn, og ég held, að það sé jafnvel meinlausara en margt annað, sem komið hefir frá þessum hæstv. ráðh., svo fremi að skyldan um próf dómaranna í hæstarétti helzt áfram. En verði síðar spurt að því, hver hafi komið þessum lögum á hér, þá verður svarið: „Það var Jónas frá Hriflu, sem gerði það“, og það er einmitt það, sem ráðh. er að sækjast eftir, því að metorðagirndin er svo rík hjá þessum manni, að hún gengur úr öllu hófi fram, og sem lítið dæmi um það má nefna, þegar hann boðaði hingað til Rvíkur fulltrúa frá Gullbringu- og Kjósarsýslu og austursýslunum til þess að ræða um samgöngu- og vatnamál þar eystra, og þegar borin var fram fyrirspurn um það, hvers vegna atvmrh. væri ekki viðstaddur, því að við hann ætti að ræða um þessi mál, þá svaraði hann, að þingmanni Strandamanna kæmu þessi mál ekkert við. það gerði því ekkert til, þó að hann væri fjarstaddur. hér lá ekkert annað til grundvallar en sama metorðagirndin, þessi sjúklega löngun til þess að láta sín getið. Þess vegna mátti Tryggvi Þórhallsson ekki vera nærstaddur, þótt hann væri atvmrh. Hann gat þá skyggt á Jónas Jónsson. Þannig notar þessi valdasjúki maður hvert tækifæri til þess að reyna að láta sín einhverju getið.