15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í C-deild Alþingistíðinda. (3625)

15. mál, fimmtardómur

Vilmundur Jónsson:

Það kemur næsta flatt upp á mig, hve þessi brtt. mín virðist fá daufar undirtektir hér hv. d., þegar miðað er við þá gleði, sem hliðstæð brtt. frá hv. þm Borgf. vakti hér fyrir nokkrum dögum, nema ef þögnina á að skilja á þá leið, að svo sjálfsagt sé að samþ. hana, að um hana þurfi ekki að ræða. Sérstaklega furðar mig þó á hinum daufu undirtektum hv. 2. þm. Reykv., sem virtist vera svo ákveðinn gagnvart hinni hliðstæðu brtt.

Ég skal að vísu játa, að það getur verið var hugavert að fela mönnum þýðingarmikil aukastörf, án þess að greiða fyrir þau. Það er nú einu sinni svo þessum synduga heimi, að það virðist almennt skilyrði fyrir því, að störf séu sæmilega af hendi leyst, að fyrir þau komi gjald, og skal játað, að þetta mun ekki eiga sízt við, ef lögfræðingumn er ætlað að leysa störfin af hendi. En vegna þeirrar afstöðu, sem þegar hefir verið tekin til tilsvarandi till., verð ég þó helzt að líta á það sem gleymsku, að hv. allshn. hefir ekki skilað neinu áliti um brtt. mína, því að úr því að það er ætlun hv. d., að prófessorar læknadeildar háskólans eigi að vinna kauplaust þau aukastörf, sem þeim eru lögð á herðar, þá getur hún ekki litið annan veg á en að hin sama regla eigi einnig að gilda fyrir lagaprófessorana, ef nokkurt réttlæti og jöfnuður á að ráða.

Fyrir nokkrum dögum samþ. hv. d. að fela prófessorum læknadeildarinnar aukastörf án sérstakrar borgunar, störf, sem eru fyllilega eins þýðingarmikil og þau, sem hér ræðir um; störf, sem eru þannig vaxin að skipting þeirra milli prófessoranna getur ekki orðið öðruvísi en misjöfn og kvöðin því misjöfn á jafnhá föst laun, ef ekkert er fyrir aukastörfin greitt. Aukastörf þau, sem hér er rætt um að fela lagaprófessorunum, geta aftur á móti auðveldlega skiptzt jafnt á milli þeirra og þyrfti því ekki að valda misrétti á milli þeirra innbyrðis. Ég leyfi mér að staðhæfa, að þessi brtt. mín er tilvalinn prófsteinn á það, hve alvarlega meint orð hv. þdm. eru um það, að þeir vilji ekki marglauna embættismenn ríkisins. Ég vil sérstaklega beina þessum orðum mínum til hv. 2. þm. Reykv., sem fyrstur hreyfði því um daginn, hve óeðlileg væru hin margföldu laun, og vænti ég sérstaks styrks frá honum til handa þessari brtt. Um brtt. skal ég svo ekki fara fleiri orðum.

Um frv. yfirleitt get ég sagt það f. h. okkar Alþýðuflokksmanna, að við erum því fylgjandi, með því að við teljum það til nokkurra bóta frá núverandi skipulagi, þó að við hinsvegar gerum okkur ekki neinar heimskulegar vonir um, að við fáum óskeikula guðsdóma, þó að það verði samþ.