15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í C-deild Alþingistíðinda. (3627)

15. mál, fimmtardómur

Vilmundur Jónsson:

Það situr ekki á mér að fara út lagaskýringar til kapps við hv. 2. þm. Reykv. En mér skilst þó, að ekki sé hægt að bera saman frv., sem liggur fyrir þinginu, og lög, sem gildi eru. Þó að frv. mitt um bann við launuðum aukastörfum embættismanna sé komið fram, þá er það því miður ekki orðið að lögum. En jafnvel þó að það yrði að lögum, þá nær það ekki til þeirra aukastarfa, sem bundin eru með öðum sérstökum lögum. Fyrir því er þessi brtt. mín nauðsynleg og ástæða til að taka þetta fram lögunum, enda fullu samræmi við það, sem hv. 2. þm. Reykv. hefir áður haldið fram. Leggist hv. þm. móti brtt., er hann kominn ósamræmi við sjálfan sig.