15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í C-deild Alþingistíðinda. (3629)

15. mál, fimmtardómur

Jón Auðunn Jónsson:

Ég ætla ekki að fara að ræða um þær lögfræðislegu aths., sem borið hafa á milli hv. meiri og minni hl. n.

En vegna þess að hv. frsm. meiri hl. sagði: „Það var engin brýn nauðsyn að gera þá skipun, sem gerð var með hæstaréttarlögunum“, þ. e. að flytja hæstarétt úr öðru ríki og inn í landi, þá veit ég, að hann er þar ósamræmi við skoðanir frænda sinna fyrr og síðar.

Þá er það prófraunin. Hennar ætti ekki síður að vera þörf, er velja á menn í æðsta dómstól landsins, heldur en alstaðar annarsstaðar, þar sem hún er viðhöfð til þess að tryggja, að sem hæfastir menn fáist til að inna störf af hendi. Hv. frsm. meiri hl. gerði ráð fyrir, að menn, seni skipaðir eru dómendur réttinum, hafi ekki næga þekkingu til að bera á réttarreglum og formsatriðum. Ég sé ekki betur en að hann með þessu eigi við, að komið geti fyrir, að ólöglærðir menn verði skipaðir dómarar. þetta kom mér að vísu ekki á óvart, eins og frv. þetta var upphaflega fram borið. En mér þykir undarlegt, að hv. frsm. meiri hl. skuli gefa skyn, að lögfræðingar frá háskóla Íslands þekki ekki réttarfarsreglur eða formsatriði. — Hinsvegar sé ég, að hann er meðflm. hv. 2. þm. Reykv. að tveim brtt., þar sem svo er ákveðið, að dómarar réttarins dæmi um, hvort þeir, sem hafa hlotið 2. eink., skuli tækir réttinn eða, ekki. En brtt. frá hv. minni hl., að sama gildi um aðra, er hann mótfallinn. (BJ: Það er alveg óhæft). Já, það er alveg óþarft, segir hv. frsm. meiri hl. Það má líka með eins miklum rétti segja, að frv. sé óþarft með öllu. Enda hefir hv. frsm. meiri hl. ekki bent á neitt, sem betur fari í þessu efni með frv. en þessi tvo atriði, sem öllum kemur saman um, að eru til bóta. En það er dómsuppsögnin og fjölgun dómara réttinum. Og til þess að taka upp þessar breyt. þurfti ekki stóran lagabálk eins og hann, sem hér liggur fyrir. T. d. má benda á, að opin leið er til þess að fjölga dómendum hæstaréttar með einföldum lögum. En það virðist eins og ýmsir hafi misskilið þetta herfilega og h. á m. hv. frsm. meiri hl.

Hv. frsm. meiri hl. segir um prófraunina, að menn muni varla leggja sig þá hættu, sem henni er samfara. Þetta fæ ég ekki skilið á annan hátt en að hann eigi við þá menn, sem vita sig skorta hæfileika og treysti sér ekki til þess að standast prófið, en vissu hinsvegar, að þeir gætu fengið veitingu fyrir embættinu hjá pólitískum ráðherra og samherja sínum og kjósi að losna við prófraunina. Þetta er það eina, sem hægt er að draga út úr orðum hv. frsm. meiri hl. En eins og allir vita, þá er dómsvaldið samkv. stjskr. hjá dómstölunum. En verði að því ráði horfið að lata pólitískan ráðh. skipa hæfa eða óhæfa menn æðsta dómstól landsins til þess eins að hafa þá sér háða, þá má segja, og það með sanni að dómsvaldið er ekki lengur hjá dómendum landsins.