15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í C-deild Alþingistíðinda. (3630)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Ég hefi ekki ástæðu til að svara hv. frsm. minni hl. neinu. Aths. hans voru að þessu sinni mjög smávægilegar, svo að ég leiði hjá mér að karpa frekar við hann um þau atriði, sem okkur ber á milli. En þar sem hann mæltist til, að ég segði álit mitt um brtt. hv. þm. Ísaf., þá er það satt, að ég á þar ekki neinna hagsmuna að gæta, en sama verður ekki sagt um hann, eins og hann raunar gaf skyn. En ég býst við, að ástæðan til þess, að brtt. hv. þm. Ísaf. er borin fram, sé sú, að þegar ljósmæðrafrv. var hér á ferðinni þessari hv. d., komst inn það ákvæði, m. a. fyrir atkv. hv. frsm. minni hl., um það, að yfirlæknar landsspítalans, ásamt yfirhjúkrunarkonunni og yfirljósmóðurinni, skuli kenna kauplaust við ljósmæðraskólann, þó áður hafi verið samið um launakjör þeirra, án þess að taka tillit til kennslustarfsins. En ég sýndi þá með atkv. mínu, að ég var mótfallinn þessari ráðstöfun, svo að að því leyti er ég ekki ósamræmi við fyrri afstöðu mína, þó að ég greiddi atkv. á móti brtt. hv. þm. Ísaf.

Þá er það hv. þm. N.-Ísf., sem ég þarf að svara nokkrum orðum. Hann hóf mál sitt á því að hafa upp eftir mér orð, sem ég hefi aldrei sagt. (JAJ: Ég skrifaði þau orðrétt upp eftir hv. þm.). Hv. þm. hefir þá annaðhvort heyrt vitlaust eða skrifað vitlaust, nema hvorttveggju sé til að dreifa. Mér hefir aldrei dottið í hug að segja eða halda því fram, að okkur hefði ekki verið nauðsynlegt að fá hæstarétt inn landið, þegar við höfðum fengið sjálfstæði okkar viðurkennt. Hinsvegar sagði ég, að við hefðum getað gert landsyfirréttinn að æðsta dómstóli landsins án þess að breyta nafni hans í hæstarétt. Hv. þm. getur því hætt við að berjast við þessa grýlu, sem hann hefir sjálfur búið til.

Þá kem ég að því, sem sami hv. þm. sagði um prófraunina. Hann hélt því fram, að afleiðingin af minni skoðun væri sú, að ólöglærðir menn yrðu skipaðir réttinn, en þetta er ekki annað en misskilningur og vanþekking á sjálfu frv., því í því sjálfu stendur óhaggað, að 1. einkunn byrjun skuli vera skilyrði fyrir dómaraembætti. Hinsvegar getur þó verið um þá menn að ræða, sem kunnir eru fyrir vísindalega fræðimennsku, og á annan hátt hafa lögfræðilega yfirburði, en ekki hafa hlotið nema 2. eink. við lagapróf, en mundu sem dómarar geta fyllilega staðið þeim á sporði, er hærra lagapróf hafa tekið. Að einskorða þetta við l. einkunn gæti því komið sér mjög illa fyrir hæfileikamenn á þessu svið. Með þessu er því fyllilega útilokað, að ólærðir menn lögfræði geti komizt réttinn, enda slíkt firra ein, sem engum dettur hug.

Þá kom hv. þm. með þá röksemd gegn frv. þessu, að auðvelt hefði verið að gera breyt. á hæstaréttarlögunum án þess að bera fram stóran lagabálk eins og hann orðaði það. En ég fæ ekki betur séð en að þessar breyt. eigi rétt á sér eins og þær eru bornar fram. Því má ekki koma fram með ný heildarlög frv.formi, eins og að fella breyt. síðar inn í teksta eldri laga? ég tel a. m. k. betur fara á því að bera frv. fram því formi eins og lögin eiga að verða.

Þá hneykslaðist hv. þm. mjög á því, að ég hefði sagt, að svo gæti farið, að menn vildu ekki leggja sig þá hættu, sem því fylgir að ganga undir prófið. En ég vík ekki frá því, sem ég hefi sagt um þetta. Ég lít svo á, að þeir möguleikar séu fyrir hendi og það geti auðveldlega komið fyrir, að menn vilji ekki ganga undir próf dómaranna. En ég tók einmitt fram þessu sambandi, að dómsmrh. gæti hindrað þetta.

Það er vitanlega rétt hjá hv. þm., að dómsvaldið á að vera hjá dómendum, enda hefir enginn haldið öðru fram. En til þess þarf ekki að fá þeim veitingarvald dómaraembætta hendur, enda væri það hin mesta firra, sem hvergi á sér stað siðuðum löndum. Á sjálfstæði dómsvaldsins sjálfs er engin breyting gerð með frv. eða brtt. okkar.