04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

4. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Ingvar Pálmason:

Fjhn. hefir orðið sammála um að gera ofurlitla brtt. við þetta frv., en þar sem sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en fundur kom nú saman, er till. skrifleg. Hún er við 11. gr. Ég í því fólgin, að aftan við gr., þar sem tiltekið er, hvenær lögin gangi í gildi, komi, að þau gildi til ársloka 1933. Ég skal taka það fram, að þessi till. hefir verið borin undir hæstv. fjmrh. og hann fyrir sitt leyti er henni ekki mótfallinn. Ég vil svo fyrir hönd fjhn. afhenda hæstv. fors. brtt.