29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í C-deild Alþingistíðinda. (3654)

15. mál, fimmtardómur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Ég sá ekki ástæðu til þess við fyrsta flutning þessa frv. að fjölyrða um það, þar sem það er hv. hdm. allmjög kunnugt frá fyrri þingum, en úr því að hv. 1. landsk. reifar nú málið með nokkuð almennum umr., þá sé ég ástæðu til þess að láta því fylgja nokkuð ýtarlegri framsögu. Hv. þm. gerði að því er virtist þá aðalaths. við frv., að það færi fram á of stórfenglegar breyt. á æðsta dómstóli landsins.

Hinsvegar viðurkenndi hann það, að dómstólar gætu verið ófullkomnir, svo að þörf væri breytinga.

Það er nú mála sannast, að þegar samin voru lög um hæstarétt árið 1919, var lítill tími til undirbúnings á þessum lögum. Árið áður höfðum við fengið staðfest sambandslögin, er heimiluðu að flytja heim hinn æðsta dómstól, en það hafði lengi verið innileg ósk þjóðarinnar að fá hann heim fluttan. Á þessu eina ári, sem þáv. stj. hafði til undirbúnings þessu máli, sem auk þess var styrjaldarar, svo að þjóðin hafði í mörgu öðru að snúast, vannst ekki tími til æskilegs undirbúnings á þessu máli, enda mun sá maður, sem undirbjó frv. um hæstarétt, þá hafa aðallega stuðzt við þau lög, er giltu um hæstarétt Danmörku, og lögin um landsyfirréttinn, og mun hafa úr þessum hvorutveggja lögum brætt saman frv. til hæstaréttarlaganna, eins og nafnið á réttinum m. a. hendir til. Það mun algerlega hafa verið vanrækt þá að leita upplýsinga um reynslu annara Norðurlandaþjóða eða hinna engilsaxnesku þjóða þessum efnum. Enda kom það brátt ljós, að lítill sjálfstæðisblær var á þessum lögum. Það liðu ekki nema fái ár þangað til hinir sömu menn og samþ. höfðu lögin urðu óánægðir með þau og vildu breyta þeim, m. a. með því að fækka dómurum réttinum, þó að fækkunin næði ekki fram að ganga fyrr en nokkru síðar eða á Alþingi 1924. En hvorki árið 1919 né árið 1924 var leitað fordæma eða reynslu annara þjóða, til víðtækari umbóta á stofnuninni. En úr því að þessi hv. þdm. sá ástæðu til þess, að hæstaréttarlögin væru athuguð, vil ég benda sérstaklega á eitt atriði lögunum, sem frv. er lagt til, að breytt verði, en það er ákvæði, sem tekið var upp úr hæstaréttarlöggjöf Dana um hið svokallaða dómarapróf eða sjálfsval réttarins, sem eins og hv. þm. orðaði það, ætti að tryggja það, að rétturinn væri sjálfstæður. Um þetta ákvæði var ekkert rætt á þinginu 1919. á því þingi var enginn maður, sem reyndi að setja sig inn eða athuga þetta mál með gagnrýni og það er ekki fyrr en seinna, sem menn fóru að sjá, að okkar hæstiréttur var ýmsum atriðum ófullkominn og stóð að baki í æðstu dómstölum annara ríkja. Það hefir t. d. komið ljós við rannsókn, að ákvæðið um dómarapróf þekkist ekki í öðrum löndum en Danmörku, það sem spurzt hefir til. Því hefir þó verið haldið fram af hv. l. landsk. ásamt öllum þorra flokksbræðra hans, íhaldsmanna, að þessi sjálfsköpunarregla réttarins væri ekki einasta sjálfsögð, heldur styddist hún við heimsreynsluna. Og það kvað svo rammt að þessari skoðun, að í áliti því, sem hæstiréttur á sínum tíma lagði fram málinu, var þetta fullyrt. Skjal þetta átti að vera sem vísindaleg leiðbeining fyrir Alþingi um þetta og fleiri atriði því frv., sem hér liggur fyrir hv. d., en verður að viðurkenna, að hafi ekki á sér þann vísindablæ, sem ætlazt hefði mátt til af svo virðulegri stofnun. Menn vissu þá, að umsögn dómaranna um dómaraprófið var röng, en hve mikið röng hún var vissu menn ekki fyrr en síðar. En nú er þetta fullrannsakað, og það er sannað, að þessi virðulegi réttur hefir verið algerlega fáfróður um þetta mál og gefið alranga skýrslu. En á þessum röngu heimildum átti álit Alþingis að byggjast um þetta atriði, og á þessari fáfræði hefir flokkur hv. l. landsk. og blöð byggt sínar skoðanir um þetta atriði.

Hjá Dönum er þetta ákvæði um dómararpróf aftur frá kúgunartímabilinu, arfur, sem Danir hafa enn ekki losað sig við. Norðmenn tóku það upp sín lög, þeir sóttu fyrirmyndina til Dana, en þeir breyttu því síðar, að vísu á móti vilja dómaranna sjálfra, alveg eins og hér var með hæstaréttarlögunum 1919 ákveðin munnleg málfærsla stað skriflegrar við landsyfirréttinn gegn vilja dómaranna þá. Nú kemur engum dómara hæstarétti í Noregi til hugar að halda því fram, að dómarapróf eigi að vera til. Í Svíþjóð er ekkert ákvæði, sem fer þessa átt, þar er leitað álits dómaranna þessum efnum, sem sjálfsagt flestum tilfellum fer saman við álit veitingarvaldsins. — Út af því umtali, sem orðið hefir á Alþingi um dómaraprófið, hefir stj. lagt fyrir sendiherra Ísl. Kaupmannahöfn að rannsaka þetta atriði hjá öðrum þjóðum en Norðurlandaþjóðunum, og það hefir komið í ljós, að slíkt ákvæði er hvorki til Englandi. Þýzkalandi, Sviss né Finnlandi. Um Noregi og Svíþjóð er áður talað. Ég vil ennfremur geta þess, að hér var nýlega staddur íslenzkur dómari frá Ameríku, sem upplýsti það, að slíkt ákvæði væri hvorki til Bandaríkjunum né Canada.

Þetta atriði var hvorki rannsakað hér árið 1919 né 1930, en þeir dómarar, er sátu hæstarétti árið 1930 og um þetta voru spurðir, gáfu algerlega ranga skýrslu, sem kom heim við þá hleypidóma um málið, er þá voru meðal íhaldsmanna, og var það óneitanlega ákaflega leiðinlegt fyrir réttinn. Ég tók þetta dæmi, sem svo áþreifanlega hefir reynzt þörf á að rannsaka til undirbúnings á því að færa hæstaréttarlögin nútímahorf. Ég er ekki að ásaka hv. þm., sem 1919 settu þetta ákvæði lögin, því Þeir vissu ekki hvað hlýða þótti þessu efni meðal annara menningarþjóða, en þeirra afsökun er nú fallin fyrir þá, sem enn kunna að vera á móti því að leggja niður ákvæðin um sjálfsval dómaranna.

Þær talsvert miklu umr., sem orðið hafa um þetta frv. á undanförnum þingum, hafa mikið orðið til þess að skýra málið og draga úr mótstöðunni gegn því. Það var fyrst mjög mikil mótstaða hæstaréttarlögmanna og annar lögfræðinga gegn opinberu atkvgr., en smátt og smátt varð þessum mönnum það ljóst af reynslunni, að þessi mótstaða var bara vitleysa, að það var engin ástæða til þess fyrir dómarana að vera að fela sig hver á bak við annan þessum efnum. Mönnum varð það ljóst, að dómararnir voru opinberir embættismenn, sem áttu að sýna gerðir sínar allri þjóðinni, enda sannaðist það, að opinber atkvgr. dómara var venja, sem gilti öllum menningarlöndum, og að hér gilti undantekning. Í Danmörku hefir Zahle verið að vinna að því að koma þessu rétt horf. Ég get sagt það til lofs þeim, er fyrstu voru fullir hleypidóma gegn opinberu atkvgr., að þeir sáu að sér. (PM: Hverjir voru það?). Hv. þm. er áreiðanlega svo kunnugur sinni eigin stétt, að hann þarf ekki að spyrja og getur svarað sjálfum sér með því að stinga hendi eigin barm. Og þess vegna er það undarlegt, hve hv. 1. landsk. sér litlar ástæður til breyt. á leigunum enn. — Ég sé ekki þörf til þess að fara nákvæmar út í að ræða frv. að þessu sinni, en læt nægja að vísa til þess, er áður hefir verið um það sagt. Það hefir komið ljós, að lögin um hæstarétt frá 1919 voru samin án rannsóknar og þekkingar, og að þess vegna gátu þeir, sem vilja, að hér á landi búi framfara- og menningarþjóð, ekki annað en beitt sér fyrir breyt. á lögunum.

Ég skal þá víkja að því atriði, sem hv. þm. þótti svo alvarlegt, flutningi dómara milli réttanna, sem sé því, hvort það er forsvaranlegt að leggja niður réttinn og skapa annan betri. Já, þetta sama voðalega stökk var nú tekið hér árið 1919 og reyndist vel, þegar landsyfirrétturinn var lagður niður og dómarar úr honum fluttir hæstarétt. Og ég hygg, að hv. þm. verði að viðurkenna það, að hér er nákvæmlega sama fyrirbrigði á ferðinni, þar sem það er greinilega tekið fram í frv. að dómara hæstarétti eigi að flytja inn fimmtardóm, ef þeir óska, sem sjálfsagt má gera ráð fyrir, að verði, ef heilsa þeirra leyfir, annars getur það náttúrlega ekki orðið. Rétturinn er vitanlega þeir menn, sem hann skipa. Þeir gefa honum innihald. Ef tekið hefði verið fram í frv., sem engum hefir mi dottið hug, að gömlu dómararnir gætu ekki fengið veitingu fyrir dómaraembættunum í nýja réttinum, hefði verið nokkur átylla til þess að ræða um það sem efnisbreyt., að rétturinn væri lagður niður. En þegar dómurunum er sjálfsvald sett að ganga inn hinn nýja rétt, reynist þetta alger firra. Stjskr. gerir ráð fyrir því, að þegar gagngerð breyt. sé gerð á dómsvaldinu, megi leggja dómaraembættin niður. Dómurum er tryggður flutningur milli réttanna á svipaðan hátt og gert var með landsyfirréttinn og núv. aðaldómstól landsins. Það er hinsvegar alger firra, sem hv. þm. heldur fram. Hér er lagt til, að rétturinn fái gott ísl. heiti, og starfi eftir heim nýtízku kröfum, sem gerðar eru til rétta og réttarfars.

Þá er eftir eitt atriði ræðu hv. þm. Það er um þann byltingarhug, sem hann taldi koma fram þessu frv., og þær getsakir, sem hann beindi til mín um að ég bæri kaldan hug til núv. dómara. (JónÞ: Ég sagði dómstóls, en ekki dómara). Þetta kemur ekki í ljós í verki, því að frv. hér ber með sér, að á engan hátt er gert ráð fyrir að þrengja kosti dómaranna í réttinum. En að því leyti, sem hv. þm. almennt talað fór út í, að ekki hefði verið nægilegur friður um þennan aðaldómstól, vil ég benda honum á, að hann frið hafa blöð hans eigin flokks ekki verið fús að láta té mörgum af héraðsdómurunum og hæstarétti sjálfum. Hv. þm. er kunnugt um, að þegar Hnífsdalsmálið var á ferðinni, veittist allur þorri skrifandi flokksbræðra hans að héraðsdómaranum, Halldóri Júlíussyni, sem rannsakaði málið. Hann var ofsóttur eins og villidýr fyrir það eitt, að hann rannsakaði málið með samvizkusemi og dugnaði, og það svo, að hann hlaut frægð af, og staðfestingu á gerðum sínum.

Hv. þm. man e. t. v. eftir því, að þegar málarekstur varð út af meðferð á búum hjá manni, sem þá var þm. Seyðf. og héraðsdómari hér bænum, linnti ekki ofsóknum á hendur rannsóknardómaranum, Bergi Jónssyni sýslumanni. Nú er er það vitað, að Bergur Jónsson sýndi óvenjulega og frábærlega vægð og mildi við hinn gamla mann, sem hlut átti, eins og rétt var. En þeim mun verri er aðstaða þess flokks, sem ofsóknirnar hóf. Hv. þm. mun ekki vera alls ókunnugt um hvaða árásum sýslumaðurinn Árn. varð fyrir ýmsum blöðum hv. 1. landsk. tilheyrandi, sambandi við Stokkseyrarbrunann. Yfirleitt hefir ekki skort ósanngjarna gagnrýni af hálfu einstakra samstarfsmanna þessa hv. þm. garð héraðsdómaranna, hvenær sem lítið hefir út fyrir, að ástæða væri til að taka þannig á málunum, að einhverjir af vinum og vandamönnum hv. þm. og hans flokks yrðu fyrir barðinu á lögunum. Ég vil máli mínu til stuðnings benda á það dæmi, sem er nýjast og hv. þdm. e. t. v. ekki kunnugt. Fyrir nokkrum vikum fékk landstj. ungan íhaldslögfræðing til þess að rannsaka svikamál á Vesturlandi, hvort h/f. Kveldúlfur hefði svikið síldarmál. Þessi ungi lögfræðingur var Ólafur Þorgrímsson. Þrátt fyrir það, að hann er einlægur flokksmaður hv. 1. landsk. rannsakaði hann málið af miklum dugnaði og skyldurækni. Þessi ungi maður hefir síðan verið ofsóttur, að vísu ekki opinberlega í blöðunum, en bak við tjöldin. Er skemmst til þess að segja, að félagi hans, sem nú hefir verið kosinn form. stjórnmálafél. „Verði“ hér bænum, sleit félagsskap við Ólaf vegna þess, að hann hafði unnið að þessu máli og gert þar skyldu sína. Meira má um þetta segja. Ekki alls fyrir löngu hefir þessi sami maður verið rekinn úr stjórn strætisvagnafél. Rvíkur, þar sem hann hafði áður verið leiðandi maður. Þarf ekki að draga efa, að þetta er hefnd fyrir það, að hann skuli hafa leyft sér að rannsaka mál, sem einhverjir af flokksbræðrum hv. þm. koma við. Ég held því, að hv. þm. mætti athuga sinn gang áður en hann kastar steini að öðrum. Hann ætti að rannsaka, hvernig flokksbræður hans hafa leyft sér að ofsækja dómarana á mjög áberandi hátt, einungis vegna þess, að þeir gerðu skyldu sína, þótt það kæmi pólitískt illa við sína flokksmenn hv. 1. landsk.

En af því að hv. þm. lagði mikla áherzlu á, að ég myndi ekki hafa neina sérstaka trú á hæstarétti, og að þau almennu rök, sem ég hefi frá byrjun fært fram fyrir þessu máli, væru ekki þau einu, sem lægju hér til grundvallar, vil ég benda honum á, að hin skarpasta gagnrýni hefir komið fram frá einum af flokksmönnum hv. þm. það er kunnugt, að Sig. Eggerz hefir fyrir skömmu gefið út allmikið rit, þar sem hann í samb. við einn ákveðinn dóm lýsir einum af núv. alþm. og jafnframt varadómara hæstarétti. Kemur þar fram hjá þessum merka stjórnmálamanni mjög mikil tortryggni garð dómarans. Ég býst við, að allir hv. þdm. hafi lesið, í hvaða formi þessi flokksbróðir hv. 1. landsk. sá dómarann réttinum, og hvaða blæ það kastaði yfir hans skoðun á því æðsta dómsvaldi, sem nú er landinu.

Hv. þm. kom með mjög svo hjartnæma bæn til bændanna þessari hv. d. og eins bænda úti um landsbyggðina, þess efnis, að þeir hjálpuðu honum nú til þess að hindra umbætur á aðaldómstóli landsins. Sveigði hann í því sambandi að þeim byltingarhug, sem honum fannst felast í þessu frv. Hv. þm. gat þess réttilega, að bændur landsins hafa allt til þessa ekki verið byltingagjarnir. Þeirra stefna er þróun, en ekki ofbeldi. En mér þykir það koma úr hörðustu átt, er hv. 1. landsk. talar um byltingar. Síðan um nýár í vetur hefir hann sjálfur stöðugt verið að dylgja um í blöðum flokks síns, að ef ekki yrði gert þetta eða hitt, myndi flokkurinn „grípa til sinna ráða“. Þetta er sjálfu sér opinber hótun. Hver þessi „hans ráð“ eru, er ekki nánar útfært. En það vil ég benda hv. þm. á, að ef einhverjir glæpir yrðu framdir framhaldi af þessum hótunum, ber hann vissulega ekki svo litla siðferðislega ábyrgð á þeim. En það má koma nær hv. þm. með byltingarnar. Hann veit, að ekki er nú lengra en hálfur mán. til þess dags, er byltingatilraun hans á ársafmæli. Þá hóf þessi hv. þm. byltingafána á stöng hér á þessu húsi. Ég veit, að honum er kunnugt um, hvernig hann hugðist að brjóta niður vald þingsins til þess síðan að ná valdinu úr höndum bændastéttarinnar íslenzku. Hv. þm. er líka kunnugt, hverjum augum bændurnir, bæði flokksmenn hans og andstæðingar, litu á þetta mál. Þeir hafa lýst hinni megnustu vanþóknun á framkomu hans og vina hans. Að þessu leyti getur hv. þm. mjög vel úr flokki talað, að byltingastarfsemi sé eigi að skapi bændanna. En hv. þm. er líka kunnugt um, að framfarastarfsemi er mjög að skapi alls þorra bændastéttarinnar. Þetta hygg ég, að hv. þm., sem sjálfur nefndi flokk sinn íhaldsflokk og stefnu sína íhaldsstefnu, hafi verið búinn að komast að raun um, þegar hann vildi breyta og færa til valdið landinu, og það jafnvel á þann hátt, sem hann reyndi dagana frá 14.–20. apríl fyrra. Hann vildi taka valdið af bændastéttinni. Hann vildi svipta bændurna þeirri aðstöðu, sem þeir höfðu haft. Hann vildi ekki þróun. Það sýndi byltingarathæfi hans þessa viku, — Þessa viku, sem orðin er einskonar píslarvika fyrir hann og hans flokk og hefir orðið til þess að kasta nokkuð sérstökum blæ yfir stefnu hans og þroska hvarvetna þar, sem hátt mál eru kunn.

Út af fyrir sig hefir hv. hv. því afarerfiða aðstöðu þessu máli. Ég hefi bent honum á það, að þeim, sem undirbjuggu málið upphaflega, hefir ekki tekizt að fylgja þeirri þróun, sem orðið hefir hjá þeim þjóðum, sem við höfum mest saman við að sælda og verðum fyrir mestum áhrifum frá. Þess vegna höfum við svo lítið að gera með þá háu tóna, sem hv. þm. er að láta hljóma eyrum dm., þessi slagorð, þegar það er ljóst orðið, að þeir menn, sem mesta ættu að hafa þekkingu og bezt vit á veigamestu málunum, eru svo tiltakanlega þekkingarsnauðir, sem raun er á orðin.

Ég býst við því, að þegar hv. þm. athugar málið betur, muni hann átta sig á því. En hvað snertir óvild hans til þróunarinnar og til bændastéttar landsins, þá er ég ekki viss um, að hún fái komið því til leiðar, að þeir veiti henni nú stuðning til þess að viðhalda formi, sem er nokkurnveginn dauðadæmt hjá öllum heim þjóðum, sem við helzt skiptum við. Ég býst við því, að þar sem hann reynir að brjóta niður vald bændanna, og það hefir nú verið hans höfuðáhugamál tvö síðustu þing, verði þeir heldur tregir að fylgja honum að málum og snúa sjálfir snöruna að hálsi sér.