29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í C-deild Alþingistíðinda. (3656)

15. mál, fimmtardómur

Pétur Magnússon:

Að þessu sinni ætla ég ekki að taka upp alm. umr. um frv. Ég gerði allýtarlega grein fyrir afstöðu minni til þess á þ. 1931. Býst ég við að gera við 2. umr. málsins nokkra grein fyrir afstöðu minni til hinna einstöku breyt., sem frv. leggur til, að gerðar verði á hæstarétti. Það eru aðeins nokkur orð, sem féllu hjá hæstv. dómsmrh., sem knýja mig til þess að standa nú upp, því að ég get ekki látið þeim ómótmælt við þessa umr.

Hæstv. ráðh. endurtekur sífellu þá staðhæfingu, að frv. þetta miði að því að breyta fyrirkomulagi réttarins nútímahorf. Vildi hann láta líta svo út sem ríkjandi fyrirkomulag væri úrelt, enda flaustrað til þess upphafi, og að rétturinn svaraði alls ekki þeim kröfum, sem gera yrði til hans.

Það er vert að athuga, hverjar þær breyt. muni vera þessu frv., sem miða að því að koma réttinum nútímahorf. Efnisbreyt. eru aðeins þrjár. Ég tek þar undan 2. gr. frv., sem ég er sammala hv. 1. landsk. um, að sé höfuðhneyksli, en þó eigi efnisbreyt. eins og málið liggur nú fyrir. Þá eru breyt. þessar: afnám dómarabrautarinnar, fjölgun dómara í réttinum og opinber atkvgr. Tvær af þessum breyt., afnám dómaraþrautarinnar og fjölgun dómara réttinum á hann hátt, sem hér er gert ráð fyrir, miða að því að gera aðaldómstólinn háðari umboðsvaldinu en nú er. Áður fyrr voru takmörk milli umboðs- og dómsvalds óskýr, og meðan einveldisfyrirkomulag ríkti var þetta tvennt oft sameinað í eins manns höndum. Vitanlega komu í ljós þeir annmarkar, sem þessu fylgja. Þótt víða taki aldabaráttu að fá því breytt það horf, sem nú er á komið í öllum menningarlöndum heimsins. Jafnvel þar, sem einveldi ríkir, fer ekki lengur saman umboðs- og dómsvald. En þegar hæstv. dómsmrh. flytur fram brtt. á æðsta dómstól landsins, brtt., sem miða að því að nálægja umboðs- og dómsvald hvort öðru þá kallar hann það að færa aðaldómstólinn „nútímahorf“ slíkt er fjarstæða. Hér er aftur verið að færa réttinn gamaldags horf. Hin nýja stefna hefir verið að aðgreina umboðs- og dómsvald. Till. hæstv. dómsmrh. ganga í gagnstæða átt.

Þriðja breyt., hin opinbera atkvgr., má e. t. v. segja, að miði að því að breyta í nútímahorf. Ég hefi að vísu ekki rannsakað það atriði sérstaklega, en hygg þó, að stefnan sé yfirleitt sú, að breytt verði í það horf, og það hafi hvergi verið lagt niður þar, sem það hefir verið tekið upp. Hinsvegar hefir það hvergi verið slíkt sáluhjálparatriði sem hæstv. dómsmrh. vill vera láta. Ég er þeirrar skoðunar, að þetta sé heppileg tilhögun. Það er lærdómsríkt að sjá, hvernig hver dómari rökstyður skoðun sína, þó ég hinsvegar hafi enga trú á, að opinber atkvgr. í dómstóli auki réttaröryggi, enda hygg ég naumast, að þau rök hafi verið fram færð fyrir henni utan Íslands.

Hæstv. dómsmrh. hélt því fram, að til að byrja með hefðu allir málaflm. verið á móti opinberri atkvgr., en fyrir áhrif frá honum hefði afstaða þeirra breytzt. Þetta er nú, held ég, misskilningur hjá ráðh. Allur þorri málaflm. hefir frá upphafi verið þeirrar skoðunar, að heppilegt væri að birta öll dómsatkvæði, og vitanlega hefir það algerlega sömu áhrif og opinber atkvgr. Þessa skoðun hefir málaflm. fél. Íslands oftar en einu sinni látið í ljós opinberlega. Annars þarf hæstv. dómsmrh. ekki að hneykslast á því, þótt menn skipti um skoðun, því að sjálfur hefir hann nú skipt um skoðun á ýmsum atriðum þessa máls. T. d. sagði hann í ræðu sinni áðan, að þegar munnlegur málaflutningur hefði verið innleiddur hér á landi, hafi það verið mikilvægt atriði og með því hafi málaflutningur verið losaður úr steingervingsbandi. Ég er því sammála, að málaflutningur verði betur vandaður á þann hátt. En árið 1924 er dómsmrh. allt annarar skoðunar um þetta atriði. Þá bar hann fram brtt., sem gekk þá átt að takmarka munnlegan málaflutning. Leggur hann þar til, að 38. gr. hæstaréttarl. orðist svo: „Munnlegur málaflutningur skal aðeins hafður, ef aðilar óska“. Í grg. segir svo: „Breyt. á 38. gr. er mikil réttarbót“. Það er nú naumast unnt að kúvenda öllu skarpar en þetta.

Ég ætla ekki að ræða frekar um hin einstöku atriði frv. að þessu sinni. Umr. um þetta mál eru orðnar alllangar nú þegar. Ég vil einungis undirstrika það, sem hv. 1. landsk. sagði, að ég vil bera það traust til þessarar hv. d., að hún láti sig ekki henda þá hneisu og ógæfu að samþ. ákvæði um, að æðsti dómstóll landsins skuli lagður niður, þó svo færi, að honum yrði gefið nýtt heiti og einhverjar smávægilegar breytingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi hans.