17.05.1932
Sameinað þing: 10. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í D-deild Alþingistíðinda. (3669)

23. mál, milliþinganefndir um iðjumál og iðnað

Jakob Möller [óyfirl.]:

Við erum 3 þm. úr Ed., sem flytjum brtt. við þessa þáltill., sem fer fram á það að koma þáltill. í sama horf og hún var í þegar Ed. afgr. hana, þar sem áskilið sé, að nm. starfi kauplaust í mþn. að því leyti er ríkissjóð snertir. Þessi brtt. okkar er byggð á því, að verkefni n. sé að athuga möguleikana fyrir því að vinna iðnaðarvörur úr innlendum afurðum aðalatvinnuvega vorra. Nú er ákveðið, að í n. verði fulltrúar frá sjávarútvegi og landbúnaði, er séu skipaðir af Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda og Sambandi ísl. samvinnufélaga. Þess vegna er það í raun og veru lagt á vald þessara stofnana atvinnuveganna, hvort þær vilja skipa menn í þessa n. eða ekki, um leið og þær taka ákvörðun um það, hvort þær vilja greiða þessum fulltrúum sínum kaup fyrir störf þeirra í n. eða ekki. Því að svo miklu leyti sem þeir ættu að fá kaup, þá yrði það að koma frá þessum aðilum.

Þetta er líka að því leyti heilbrigð ráðstöfun, að hún er prófsteinn á það, hvort fulltrúar atvinnuveganna vilja, að n. verði skipuð til þess að vinna á þann hátt, sem ákveðið er í þáltill., og hvort þeir gera sér von um árangur af því.

Hinsvegar má gera ráð fyrir því, að ef n. vinnur einhver þau störf, sem að gagni mega koma, þá þurfi hún að fá aðstoð sérfróðra manna, og má búast við, að sá kostnaður, sem af því kann að leiða, greiðist úr ríkissjóði. — Ég sé svo ekki ástæðu til að lengja umr., en vænti, að málið komi nú þegar til atkv.