31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í C-deild Alþingistíðinda. (3677)

15. mál, fimmtardómur

Forseti (GÓ):

Hv. 4. landsk. sagði, að 6 atkv. hefðu verið með frv., en 6 á móti. Ég vil upplýsa, að við fyrstu tilraun voru 5 með og 6 á móti. Er ég fór að gæta að, tók ég eftir, að hv. 2. þm. Árn. vantaði og hv. 2. landsk. Sjálfur hafði ég ekki greitt atkv. Gerði ég því ráðstöfun til þess, að fleirum yrði náð inn deildina. Atkvgr. fór eins næst, 6 eru á móti, 5 með og 2 greiða ekki atkv. Við næstu tilraun er deildin fullskipuð og falla þá atkv. svo, að 8 eru með, en 6 á móti. Var þá nafnakall viðhaft. Ég gerði það með vilja að reyna að ná deildarmönnum á fundinn, svo að allir gætu verið við atkvgr., enda er það alsiða, að slíkt sé gert. Hv. 2. þm. Árn. hvarf frá, af því að hv. 2. þm. Eyf. hafði beðið sér hljóðs við frestun umr. síðast, en féll svo frá að taka til máls, og aðrir hv. þm. kvöddu sér heldur ekki hljóðs. Mér láðist að hringja í fyrstu, og var því ekki nema sjálfsagt að bíða eftir því, að atkv. allra gætu komið fram. Mun ég láta atkvgr. fara fram um bókunina.