31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í C-deild Alþingistíðinda. (3695)

15. mál, fimmtardómur

Jón Baldvinsson:

Hv. 3. landsk. taldi, að takmörkin fyrir því, hvað leyft væri að bóka, yrðu að vera þau, sem deildin leyfði, en ég vil bæta við: og þingsköp leyfa. Annars væri það fróðlegt að fá álit hæstv. forseta um það, hvað hann telji þingsköp leyfa þessu efni.

Út af kröfum þeim, sem komið hafa fram um frekari bókun ú af fundinum í gær, tel ég, að komið gæti einnig til mála að bóka t. d. meira um atkvgr. um kirkjugarðafrv. Ég held, að það hafi ekki verið sjaldnar en 20–30 sinnum, sem varð að endurtaka atkvgr. þar. Annars finnst mér, að forseta sé gefið svo mikið vald um fundarstjórn, að hann hafi fulla heimild til þess að endurtaka atkvgr. og fresta henni, þegar svo stendur á, að þess sé þörf, eins og t. d. gær. Þá voru allir dm. mættir á fundinum, aðeins tveir þeirra höfðu vikið sér frá hliðarherhergi. Það myndi líka þykja æðiharðýgislegt af forseta, ef hann léti fella mál undir slíkum kringumstæðum, hvort heldur sem hlut ættu sjálfstæðismenn. jafnaðarmenn eð framsóknarmenn. Ég verð því að líta svo á, að hæstv. forseti hafi gert rétt gær, er hann lét kalla á þá, er mættir voru á fundinum, enda þótt þeir hefðu vikið snöggvast burt úr sætum sínum.