30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 721 í C-deild Alþingistíðinda. (3713)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. meiri hl. (Einar Árnason):

Allshn. hefir ekki getað orðið sammála um þetta frv. Við tveir af þremur nm. höfum skrifað undir sameiginlegt nál.; þó þannig, að annar flytur brtt. við frv., en hinn leggur til, að það verði samþ. óbreytt. Vegna þessarar aðstöðu í n. vil ég taka það fram, að þau fáu orð, sem ég segi um frv., verða aðallega sögð á minn eiginn reikning, en ekki fyrir hönd n.

þetta frv. er ekki nýr gestur hér á þingi. Það er nú komið frá hv. Nd.; var lagt þar fram snemma á þingi, mjög svipað eða eins og það var lagt fyrir vetrarþingið fyrra. En þá hafði frv. áður verið til meðferðar þessari hv. d. og nokkrar breyt. verið á því gerðar, og var nokkurt tillit tekið til þeirra breyt., þegar frv. var aftur lagt fyrir þingið fyrravetur. Í hv. Nd. tók frv. litlum breyt. nú, a. m. k. engum verulegum efnisbreytingum.

Yfirleitt má segja það, að okkar réttarfarslöggjöf og dómaskipun sé orðin nokkuð á eftir tímanum, og að því væri nauðsyn á að fara að endurskoða hana í heild. En slíkt hefir nú ekki legið fyrir enn, og má þá telja það spor áttina að gera nokkrar endurbætur á æðsta dómstóli landsins, sem nú er búinn að starfa í 12 ár, án þess að fyrirkomulagi hans hafi verulega verið breytt.

Þær höfuðumbætur á dómstólnum, sem þessu frv. felast, eru að minni hyggju þrjár, og skal ég aðeins nefna, hverjar þær eru. Það er fyrsta lagi fjölgun dómaranna réttinum, þegar hann fæst við hin vandasamari mál.

Í öðru lagi, að ákveðin er munnleg og opinber atkvgr. dómaranna. Og þriðja lagi, að lögfestur er félagsskapur málafærslumanna við réttinn. Þegar um er að ræða fjölgun dómara réttinum, getur vitanlega komið til mala að fjölga hinum föstu dómurum þar upp 5. En ég geri ráð fyrir, að sú leið, sem frv. gerir ráð fyrir, að fjölga dómendum aðeins einstökum málum, sé valin vegna þess, að hún er ódýrari, en mundi hinsvegar verða að eins miklu gagni og tryggja eins vel, að dómurinn sé vel skipaður í öllum stærri og vandasamari málum, eins og þó fastir dómarar væru 5.

Um þetta frv. hafa vitanlega orðið miklar deilur, sérstaklega fyrst þegar það var fram borið. En nú virðist svo sem heldur hafi dregið saman upp á síðkastið, bæði vegna þeirra breyt., sem orðið hafa á frv. frá því það var fyrst borið fram, og vegna þess, að menn hafa nú fengið tækifæri og næði til þess að athuga málið. Og rauninni held ég, að, það sé ekki sérstaklega mikill ágreiningur um það atriði að fjölga dómurum í réttinum á þann veg, sem frv. gerir ráð fyrir. Það má óhætt segja það, að þegar valið er þannig, að það eru prófessorar háskólans, sem inn dóminn koma, þegar hann hefir vandasöm mál til meðferðar, þá sé það trygging fyrir því, að það séu mjög ábyggilegir menn, sem dæma í þeim. Því það má ganga út frá því, að prófessorarnir við lagadeild háskólans verði alltaf einhverjir færustu lögfræðingarnir, sem landið á á hverjum tíma.

Þá er það hin munnlega atkvgr. dómaranna. Það atriði mætti byrjun allmikilli mótspyrnu, en ég hygg, að sú mótspyrna sé nú nær því horfin. Enda mun margt vinnast til bóta með því fyrirkomulagi. M. a. það, að líkindi eru til þess, að fram komi fjölbreyttari forsendur fyrir dómum réttarins heldur en með því fyrirkomulagi, sem nú er, þar sem dómararnir verða samkv. frv. hver fyrir sig að gera grein fyrir þeim ástæðum, sem þeir leggja til grundvallar dómum sínum. Slíkar forsendur gætu oft orðið til þess að skýra nýjar hliðar á málunum, sem annars kæmu e. t. v. ekki fram. Ég hygg því, að þetta fyrirkomulag, opinber atkvgr. dómendanna, sé líklegt til þess að tryggja betri úrslit mála heldur en það, sem nú er.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta atriði, því ég veit ekki til, að um það sé heldur neinn ágreiningur nú.

Þriðja nýmæli frv. er það, að sú skylda er lögð á málafærslumenn við væntanlegan fimmtardóm, að þeir hafi með sér félagsskap, og eru settar um það allýtarlegar reglur frv. Eftir því sem ég veit bezt, er slíkur félagsskapur ákveðinn í öðrum löndum og þykir þar sjálfsagður og nauðsynlegur.

Ég ætla þá um leið að minnast á þær brtt., sem fyrir liggja á tveimur þskj. Ég sé það að sönnu, að í þessari andránni hefir komið fram ný brtt., en þar sem ég hefi ekki haft tækifæri til að athuga hana, sleppi ég a. m. k. bili að minnast á hana. Ég veit, að flm. þessara brtt. munu skýra þær hér frá sínu sjónarmiði, en vegna kunnugleika míns á starfi n. í þessu máli, geri ég ráð fyrir, að þeir komi ekki fram með neinar þær ástæður fyrir þeim, sem breyta minni skoðun; þess vegna þarf ég fyrir mitt leyti ekki að bíða eftir því að heyra, hvað þeir kunna um till. sínar að segja.

Það er þá fyrst brtt. á þskj. 570 frá hv. minni hl. n. Um þær get ég verið fáorður. Það var drepið á þær allar þegar málið var til meðferðar n., og þó þær séu allmargar á þingskjalinu grípa þær ekki inn sérstaklega mörg efnisatriði frv.

1. brtt. á þskj. 570 hljóðar á þá leið, að nafni dómsins skuli ekki vera breytt, og nafninu hæstiréttur haldið alstaðar. Þetta frv. hefir frá því fyrsta gengið undir nafninu fimmtardómsfrv., og ég geri ráð fyrir því, að þeir, sem eru frv. hlynntir, muni engu ástæðu sjá til þess að breyta nafni þess.

2. brtt. er við 2. gr., og á þar að falla niður ákvæðið um, að hæstiréttur skuli lagður niður. Þetta er eðlileg afleiðing af 1. brtt., og svo er um margar þær síðari, því að verði l. brtt. samþ., er frv. breytt í allverulegum atriðum og verður því að taka algerðum stakkaskiptum. Sem sagt, 2. brtt. er bein afleiðing af hinni fyrri, og því ekki hægt að fallast á hana heldur.

Þá kem ég að 3. brtt., sem er allmikil efnisbreyt., þar sem þar er gert ráð fyrir því, að fastir dómendur verði 5. Á þetta atriði hefir verið minnzt áður, og þarf ég ekki miklu við það að bæta, en það er mitt álit, að með þessu fyrirkomulagi verði framkvæmd laganna öll dýrari og réttaröryggið landinu engu bættara.

þær brtt., sem hér koma á eftir, eru flestar afleiðingar þeirra, sem ég hefi þegar nefnt, og því ekki ástæða til þess að fjölyrða um þær. Eins og ég hefi áður tekið fram, breytist frv. allverulega, ef fyrstu brtt. ná samþykki.

Þá kem ég að 11. brtt., sem er nokkur efnisbreyting. Þar er lagt til, að 25.–27. gr. frv.; sem fjalla um félagsskap málaflutningsmanna við fimmtardóm, skuli falla niður. Ég veit ekki, hvort það vakir fyrir hv. minni hl., að hér verði enginn slíkur félagsskapur málaflutningsmanna, eða hann ætlast til þess, að sett verði sérstök lög um slíkan félagsskap. Ef hv. minni hl. ætlast til þess, að enginn slíkur félagsskapur verði lögskipaður, þá tel ég það svo mikinn skaða, að ekki komi til mála að samþ. þessa brtt. En sé ætlunin sú að setja ný lög um félagsskap málaflutningsmanna, þá sé ég ekki, að það sé að nokkru leyti betri leið en sú, sem hér er farin.

Brtt., sem eftir eru á þessu þskj., eru flestar afleiðing þeirra, sem á undan eru komnar.

Breytingarnar, sem máli skipta hjá hv. minni hl., eru 4. Fyrst og fremst, að dómurinn skuli heita hæstiréttur og þar af leiðandi, að ákvæðið um niðurlagningu hæstaréttar falli niður. Í þriðja lagi er það fjölgun fastra dómenda, og fjórða lagi, að þessu frv. skuli ekkert ákvæði vera um félagsskap málaflutningsmanna.

Þá kem ég að brtt. á þskj. 537, frá tveim hv. meðnm. mínum.

1. brtt. er við 8. gr. Þar er komið með það atriði, sem mikið hefir verið deilt um þessu máli og frá því fyrsta verið ágreiningur um, en það er hið svokallaða dómarapróf. Eins og menn vita, er ákvæði um dómarapróf núg. lögum, en hefir ekki verið tekið upp þetta frv. hér er komin fram till. um að bæta frv. hliðstæðu ákvæði um dómarapróf og er í núg. lögum. Um þetta dómarapróf er það að segja, að eftir því sem ég veit bezt, mun það ekki vera lögum í nágrannalöndunum, nema Danmörku. Það er ekki lögum Englandi, Þýzkalandi, Noregi, Svíþjóð né Finnlandi. Og ekki hefi ég heyrt það, að þessi ríki hefðu í hyggju að taka slíkt próf upp. Þegar okkar hæstaréttarlög voru samin, var það eingöngu eftir fyrirmyndum frá Danmörku, og var alls ekki leitað lengra um fyrirmyndir, og þaðan er dómaraprófið komið inn okkar lög. Nú er það svo í rauninni, að þetta dómarapróf hefir aldrei farið fram hér á landi þau 12 ár, sem hæstiréttur er búinn að starfa, og þeir dómarar, sem verið hafa hæstarétti, hafa aldrei gengið undir slíkt próf. Það skiptir engu máli því sambandi, þótt einhverjir þeirra hafi áður verið dómarar landsyfirréttinum. Ef nokkuð hefði verið lagt upp úr dómaraprófinu, áttu þessir dómarar auðvitað að ganga undir það. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að þessi krafa um dómarapróf sé farin að missa gildi sitt, jafnvel hjá þeim mönnum, sem heldu henni fastast fram, þegar þetta frv. kom fyrst fram. Þess vegna þykir mér furðulegt, að 2 af samnm. mínum skuli endilega vilja hafa þetta úrelta ákvæði dómsmalalöggjöf okkar.

Þá kem ég að 2. brtt. Hún er við 21. gr., og þar vilja hv. flm. láta bæta því við, að dómi beri að ákveða sanngjarna þóknun fyrir málflutning. Ég held, að þessi brtt. sé algerlega óþörf. Í 17. gr. hæstaréttarlaganna, sem er h. u. b. alveg samhljóða 21. gr. þessara laga, er ekkert ákveðið um þóknun til málaflutningsmannanna. Samt sem áður hefir hæstiréttur öll þau 12 ár, sem hann hefir starfað, talið sér skylt að dæma þóknun til málaflutningsmanna opinberum málum. Engin ástæða er til þess að ætla, að út af þessari reglu verði brugðið nú. Þessi brtt. er því óþarfari sem 62. gr. þessa frv. er ákvæði um þetta. Mér finnst því sjálfsagt, að svona gersamlega óþörf brtt. verði felld.

Þá kem ég að 3. brtt., sem er við 24. gr. Atriði það, sem á að breyta, er svo í frv.: „Dómsmálaráðherra getur, ef fimmtardómur leggur það til, svipt málaflutningsmann leyfi“, o. s. frv. Þessu vilja flm. brtt. breyta svo: „Dómsmálaráðherra skal, ef fimmtardómur leggur það til“ o. s. frv. Þessi brtt. hefir raun og veru enga breyt. för með sér, af því að gera má ráð fyrir því, að sjaldan þurfi til þessa að taka, og öðru lagi má gera ráð fyrir því, að dómsmrh. fylgi till. hæstaréttar slíkum málum. Hitt er annað mál, að sé þetta atriði upp tekið, þýðir ekkert að blanda dómsmrh. í þetta mál; þá má alveg eins taka burt nafn hans, hann þarf ekki að koma þar nálægt, þar sem hæstiréttur hefir þá allt valdið. Auðvitað verður það alltaf hæstiréttur, sem ræður, en orðalag frv. er kurteisara þannig, að dómsmrh. geti. Ég held því, að þessi brtt. sé algerlega tilgangslaus, og sé hreinasti hégómi að vera að hrekja frv. milli deilda þess vegna.

Þá kem ég að 4. brtt., við 35. gr. hún er mjög skyld þeirri brtt., sem ég talaði um næst á undan. Hún er um áfrýjunarfrestinn. Í frv. stendur, að dómsmrh. geti veitt leyfi til áfrýjunar o. s. frv., en brtt. er þessu breytt svo, að dómsmrh. sé skylt að veita leyfi til áfrýjunar, ef málsaðili eða umboðsmaður hans óskar þess.

Hér er þetta alveg tekið úr höndum dómsmrh., og afleiðingin af samþ. þessarar brtt. yrði sú að öllum tilfellum yrði að veita 12 man áfrýjunarfrest, ef málsaðili óskaði þess, og þannig yrði gefið tækifæri til þess að draga mál úr hófi fram. Efni þessarar brtt. er því fullkomnu ósamræmi við þær reglur, sem hingað til hafa gilt um þetta, og algert brot á þeirri stefnu, að láta allan réttargang vera sem hraðastan. Allur óeðlilegur dráttur mála veldur sleifaralagi og gerir menn þreytta á réttargöngu mála yfirleitt. — Það getur líka staðið svo á, að menn hafi beinan peningalegan hagnað af því að draga mál í 12 mán. Það mundi vafalaust vera góð spekulation í mörgum tilfellum að greiða óverulegt gjald fyrir 12 mán. áfrýjunarfrest. Það hefir oft komið fyrir, að yfirréttur hefir vítt það stranglega, ef málið hefir verið dregið óþarflega fyrir undirrétti, og ég tel ekki rétt, að löggjafarvaldið stuðli að slíkum seinagangi mála fyrir rétti.

Þá kem ég að 5. og síðustu brtt. á þessu sama þskj. hún er við 49. gr., og er um það, að stað orðanna „mál skal þingfesta“, komi „málaflutningur á fram að fara“. Þessi 49. gr. er alveg samhlj.

42. gr. núg. hæstaréttarlaga, og hefir það alltaf verið skýrt á einn veg, og tel ég óþarfa að fara að leggja nýja meiningu í þetta atriði nú. Þessi till. er svo smávægileg, að afdrif hennar ættu ekki að hafa nokkur áhrif á það, hvort frv. yrði samþ. eða ekki. Yfirleitt finnst mér, að allar þær brtt., sem fram hafa komið hér, séu svo smávægilegar, að ekki taki því að tefja frv. með samþykkt þeirra.