30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 746 í C-deild Alþingistíðinda. (3718)

15. mál, fimmtardómur

Jón Baldvinsson:

Ég hefi á undanförnum þingum stutt þá breyt. á hæstaréttarlöggjöfinni, sem felst þessu frv. Var ég á sínum tíma með því að gera litla breyt. á hæstarétti, til þess að gera dóminn demókratískari. Var það 1924. Játa ég þó, að sumar breyt. gengu dálítið í öfuga átt, og á ég þar við að fækka dómendum. Ég áleit rétt að fjölga þeim, og þetta frv. gerir reyndar líka ráð fyrir því, þótt sú fjölgun eigi ekki að verða stöðug. Býst ég við, að þess verði ekki langt að bíða, að sú fjölgun verði fullkomin. Fyrir réttaröryggi landsins væri það bezt, ef til væri milliréttur, sem tæki við af héraðsdómum. Þegar viðkvæm mál fara frá héraðsdómum upp hæstarétt, er ekki alltaf sú víma rokin af mönnum, sem var, þegar málið fór af stað. Hugsa ég, að sú vitleysa, sem varð af drengsmálinu 1921, hefði verið rekin af mönnum, ef fleiri hefðu verið dómstigin, sem það gekk gegnum. Held ég, að þetta fyrirkomulag væri heppilegast í viðkvæmum pólitískum málum, svo að dómarar geti sansað sig, því að ég tel dómara ekkert réttlátari en aðra menn. Eru þeir breyskir sem aðrir og skipast í skoðunum eftir stjórnmálaflokkum, og þeir fara eins og aðrir misjafnlega hátt með þessar skoðanir. Einn hæstaréttardómari Danmörku varð að víkja úr sæti sínu af því að hann sagðist hata jafnaðarmenn. Þótti ekki hlýða að hafa mann hæstarétti, sem leti slíkt út úr sér, og varð hann því að fara frá.

Í hæstarétti er dómari, sem einu sinni sagði: „Jafnaðarmenn.! Það ætti að skera af heim öllum hausinn.“ Þessi dómari reynir sjálfsagt að líta á málin með réttlæti, þegar hann er kominn í dómarasætið, en hann hefir samt sína pólitísku skoðun og getur komizt hita út af pólitík. Þessi dómari er því ekki óskeikull, eins og biblían segir, að guð almáttugur sé. Dómarar fara ósjálfrátt eftir skoðunum sínum á mönnum og malefnum, og lögin er lengi hægt að teygja. Tel ég því rétt, að ofurlítið sé hrært upp gamla hæstarétti, sem stendur öðrum fæti hinni öldinni. Vildi ég láta fjölga dómendum upp 5 og til frekari öryggis setja einn dómstól viðbót. Býst ég ekki við því, að þessu sé hægt að koma við nú, en greiði frv. atkv. mitt til 3. umr., sem spori áttina til betra skipulags.

Ég ætla mér ekki að fara að tala um brtt., sem fram eru komnar. Tala þeirra er legíó, og eru flestar ómerkilegar. Eina till. gæti þó e. t.v. verið rétt að taka til athugunar.

Það hljómaði hér þinginu morgun, að Jón í Stóradal væri búinn að flytja vantraust á Jónas. Heyrði ég þetta áður en ég sá till., sem fer fram á það, að flytja aðalveitingu dómarembætta í hæstarétti frá dómsmrh. til forsrh. Þetta var það, sem kallað var vantraust á Jónas. Er rétt að spyrja hv. 3. landsk., hvort þetta beri að skoða sem vantraustsyfirlýsingu. Þessi tilgáta styðst við það, að sagðar eru ýmsar greinir með þeim flokksmönnunmn. Ef hv. 3. landsk. er kominn hóp stjónarandstæðinga, þá er það ekki nema ágætt, en mér finnst hann ætti þá að byrja á því að reyna að lagfæra að einhverju hann órétt, sem stjórnarflokkurinn hefir beitt alla þjóðina í kjördæmaskipunarmálinu. Ef það er rétt, að hér felist vantraust á stj., þá gæti það verið gott, en þá er þessi till. hv. þm. orðin að stórpólitísku máli, og gætum við þá e. t. v. fengið frest á fundi, til þess að taka afstöðu til svo mikilvægs máls. — Ég hefði ekki tekið til máls, ef þessi till. hefði ekki komið fram.

Ég heyri, að hv. 3. landsk. hefir kvatt sér hljóðs, og býst ég við, að hann muni nú skýra till. sína af nýju. Hann sagði, að það hefði vakað fyrir sér að auka réttaröryggið hæstarétti, en ég skil nú ekki, að það sé ekki sama, hvort þetta er hjá Tryggva eða Jónasi.

Ég tek eftir því, að l. eiga að öðlast gildi 1. júní 1932, en mig minnir, að eftir frv. ættu þau að koma til framkvæmda l. sept. Ef þetta hvorttveggja yrði samþ., þá er það athugandi, að einn hæstaréttardómarinn á 65 ára afmæli í júnímánuði, svo að hans lausnarbeiðni kæmi til atkvæða öllu ráðuneytinu. Þetta eru skýringar, sem menn eru að gera sér út af till., og finnst mér rétt að láta þennan orðróm koma hér fram, svo að hv. 3. landsk. geti skýrt það, hversu mikla pólitíska þýðingu leggja beri atkvgr. um þetta mál. Getur það breytt viðhorfi manna talsvert.