30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í C-deild Alþingistíðinda. (3720)

15. mál, fimmtardómur

Jón Jónsson:

Hér hafa risið upp 2 hv. dm. og gagnrýnt mínar till. Hv. frsm. taldi það helzt á móti því að taka upp dómarapróf, að það hefði nauðalítið fylgi hér á landi. Ég efast um, að nokkur hér geti bent á, að svo sé. Veit ég ekki, hverjir ættu betur að fylgjast með æðsta dómstóli landsins en lögfræðingarnir. Hefir Alþingi fengið umsögn um þetta frá lagadeild háskólans, frá réttinum sjálfum og málafærslumananafélag bæjarins, og hafa allir þessir aðilar lagt með þessu atriði. Bendir þetta ekki á lítið fylgi. — Þá minntist hann á till. mína á þskj. 591 og kvað það athugavert við hana, að það gæti ýmist orðið atvrmrh., fjmrh. eða dómsmrh., sem veitti þessi virðulegu embætti. (Hann gleymdi að nefna samnefnarann, forsrh.). En eftir minni till. er það ekki einn ráðherrann, sem veitir embættin, heldur ráðuneytið allt, þótt forsrh. undirskrifi veitinguna, en hann er sá maður, sem gera verður ráð fyrir, að hafi mest traust landsmanna. Því er ætlazt til, að hann undirskrifi. Þetta eru nú öll ósköpin.

Hv. þm. talaði um, að hér væri brotin einhver regla. Hann er þessu sjálfsagt kunnugri en ég, því að hann hefir sjálfur setið ráðuneyti, en annars gilda ýmsar reglur um ýmsa hluti. Hefi ég t. d. heyrt, að Bretlandi sé það forsrh., sem hefir mest áhrif á skipun æðsta dómsins. Ef þetta er rétt, sem ég hygg vera, þá væri það svo sem engin fjarstæða, þótt við tækjum það upp líka. Annars nenni ég ekki að eltast lengur við hv. þm. Bið ég ekki hv. dm. þess að greiða till. mínum atkv.; þeir eru sjálfráðir um það, hvernig þeir vilja afgreiða þær.

Þá er hv. 2. landsk. Ég hefi lært nýtt orðtak, síðan ég kom hingað þingið, en það er „að hugsa persónum“. Það er svo skrítinn hlutur, að þegar farið er að að gera eitthvert mál, þá hættir mörgum við að hugsa sem svo: „Hvernig kemur þetta nú við þennan eða hinn?“ Þetta datt mér hug, er ég hlustaði á hv. þm. Því fer fjarri, að till. mín sé vantraust á nokkurn mann stjórnarráðinu. Ástæðan fyrir henni er fyrst og fremst niðurfelling dómararaunarinnar. Hún er tilraun til að tryggja betur, að veiting embættanna verði betur athuguð, þar sem allt ráðuneytið á að ráða henni, en ekki aðeins einn maður. Dæmið um veitinguna, er ég nefndi, hefir hæsta lagi ýtt undir. (JBald: Hv. þm. er þá farinn að hugsa persónum). Nei. En það mætti segja, að þetta væri vantraust á skipulagið. Vantraust á stj. er það ekki fremur en vantraust á biskup, þegar prestsembættaveitingar voru færðar úr höndum kirkjustjórnarinnar hendur safnaðanna, eða vantraust á ákveðinn konung, þegar þjóðin tók völdin sínar hendur.

Annars get ég sagt hv. 2. landsk. það, að ég er að vísu ekki kjarkmaður, en ef ég hefði ástæðu til að bera fram vantrautst á stj., þá þyrði ég að gera það svo skýrt, að ekki misskildist. En hér datt mér það ekki hug.