02.05.1932
Efri deild: 65. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í C-deild Alþingistíðinda. (3742)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. minni hl. (Pétur Magnússon):

Ég hefi fáu að svara hv. frsm. meiri hl. Hann hefir litið vikið að framsöguræðu minni. Hann sagði ekki annað um aðalatriði málsins, sem ég tel vera, breyt. á 4. gr., en það, að hv. 2. þm. Reykv. hefði fellt sig við frv., eins og það er að þessu leyti. Það er rétt, en þótt ég meti hv. 2. þm. Reykv. meira en flesta aðra lögfræðinga, þá læt ég það ekki hafa áhrif á mig. Ég tel mig hafa næga þekkingu til að mynda mér sjálfstæða skoðun á þessu atriði. Og ég lít á það eitt, hvað ég tel réttast, en ekki á það, hvað flokksbræður mínir kunna að segja.

Hv. þm. vek að nokkrum smáatriðum, t. d. ákvæðunum um málaflutningsmenn. Ég heyrði hann þó ekki færa nein ný rök fyrir nauðsyn þessa ákvæðis. Hér hefir starfað félag málafærslumanna í meira en 20 ár og það hefir gert sitt til að halda uppi heiðri stéttarinnar, og mér er ekki kunnugt um neinar kvartanir yfir því, að sú stétt hafi ekki svarað til þeirra krafna, sem til hennar eru gerðar. Ég get aldrei séð, hvaða nauður rekur til að skylda vissan hluta stéttarinnar til að ganga félagsskap. Og eins og ég hefi áður tekið fram, eiga slík ákvæði heima á öðrum stað, nefnilega lögum um málafærslumenn.

Hv. þm. talaði einnig um brtt. við 3.i. gr., þar sem ég legg til, að ráðh. sé skylt að veita áfrýjunarleyfi allt að 12 mán. Hann hélt því fram, að það kæmi sama stað niður, hvort orðið væri notað og nefndi dæmi þess, að hæstiréttur hefði lagt merkinguna „getur“ orðið „skal“.

Ég tel ástæðulaust að deila við hv. þm. um þann dóm hæstaréttar, sem hv. þm. vitnaði í. Hann er landhelgimáli og er byggður á almennum lögskýringarreglum, sem ég vil ekki deila um við hv. þm. En vitanlega nær engri átt að draga af þá ályktun, að orðin „getur“ og „skal“ hafi sömu merkingu í lagamáli. Annars er það misskilningur, ,að verið sé að taka eitthvert vald af dómsmrh. með brtt. minni. Það er ekki verið að gera annað en að lögfesta gamla réttarreglu, sem gilt hefir um marga tugi ára, ef ekki á aðra öld. Hér er því ekki um neina breyt. að ræða frá því, sem núi er. En mönnum er nauðsyn að vita vissu sína í þessu efni. Leyfisbréfagjaldið, þótt ekki sé það hátt, á hinsvegar að vera nægt aðhald að mönnum, til þess að þeir misnoti sér ekki þetta.

Fleira hjá hv. frsm. meiri hl. sé ég ekki ástæðu til að fara út í.

Hv. 2. þm. Árn. verð ég að svara að nokkru. Það er þó ekki vegna brtt. hans. Þær eru allar einungis orðabreyt. og virðingarverð tilraun til að færa málið á frv. til betri vegar. En ég vil sérstaklega víkja að upphafinu á fyrri ræðu hans, þar sem hann sló fram þeirri staðhæfingu, að það væri uppi óánægja með hæstarétt, vegna þess, að hann væri flokksdómur. Hann gerði eina tilraun til að rökstyðja þetta. Hann sagði, að ráðh. sá, sem skipað hefði dómarana, hefði valið þá alla af sínum flokki, heimastjórnarflokknum. Þetta er nú að vísu algerlega rangt. Það hittist svo einkennilega á, að ráðh. sá, er upphaflega skipaði dómendur hæstarétt, valdi meiri hluta þeirra úr flokki pólitískra andstæðinga sinna, og höfðu enda sumir, þeirra staðið þar framarlega flokki. þetta mun hv. 2. þm. Árn. verða að viðurkenna, ef hann vill hugsa sig vel um. að þessu leyti hefir því hv. þm. algerlega skotið fram hjá marki.

En ef þetta væri nú rétt hjá hv. þm., að hæstiréttur hefði orðið flokksdómur vegna þess, að dómendurnir voru upphaflega skipaðir af pólitískum ráðh. upp á eigin spýtur, hverja ályktun ætti þá að draga af því? Ég fæ ekki betur séð en að hún yrði sú, að mjög væri viðsjárvert að fela ráðh. veitingarvaldið óskorað og að full þörf væri á að gefa honum eitthvert aðhald. Því þótt stjórnirnar breytist, þá er samt ekki trygging fyrir því, að allur dómurinn verði ekki skipaður af ráðh. úr sama pólitískum flokki. Það verður alger tilviljun. Þessi röksemd snýst því gegn hv. þm. sjálfum.

Í þessu sambandi drap hann á það, að hæstiréttur Dana hefði um eitt skeið, meðan afturhaldsmenn fóru þar með völd, verið vígi og vörn lítils hluta þjóðarinnar. Ég býst nú við, að þetta sé nokkuð orðum aukið, en ef það er rétt, þá hlýtur ástæðan að vera sú, að rétturinn hefir fengið pólitískan blæ. En það er hið sama og hv. þm. er að beita sér fyrir að gert verði hér. Þannig snúast allar hans röksemdir gegn honum sjálfum.

Það hefir talsvert verið gert hér á landi til þess að halda æðsta dómstólnum utan við pólitík. Fyrir nálægt 17 árum voru umboðsstarfalausir dómarar sviptir kjörgengi til þess að útiloka þá frá að blanda sér flokkadeilur. Ég veit ekki betur en almenn ánægja hafi ríkt í landinu yfir þessu, og því hefir ekki verið haldið fram fyrr en á allra síðustu árum, að æðsti dómstóllinn hefði yfir sér pólitískan svip. Í sambandi við það hafa þeir hv. 2. þm. Árn. og hæstv. dómsmrh. haldið því fram, að með dómaraprófinu væri verið að stuðla að því, að æðsti dómstóllinn yrði áframhaldandi pólitískur. Hvaða rök vilja þessir hv. þm. færa fyrir þessu? Vilja þeir halda því fram, að rétturinn mundi vísa frá sér dómaraefni, sem þreytti raunina, aðeins ef hann væri annarar pólitískrar skoðunar en dómarar þeir, sem skipa réttinn og án alls tillits til frammistöðu hans? Þessu verða þeir að halda fram, svo framarlega sem þeir vilja halda við þessa staðhæfingu sína. En staðhæfingin er fáránleg. Þessir hv. þm. hljóta að skilja, að jafnvel þótt rétturinn væri skipaður æstum flokksmönnum einhvers stjórnmálaflokks, þá getur hann ekki kveðið upp slíka úrskurði þvert ofan allt réttlæti. Dómstólnum er nauðsyn á að hafa traust þjóðarinnar fyrir réttdæmi, jafnvel í þessu efni og öðru, og hann hlýtur að meta sína eigin virðingu meira en nokkra flokkshagsmuni. Ef því hæstv. ráðh. er úrkula vonar um að geta komið nokkrum flokksbræðra sinna réttinn með því að halda dómaraprófinu, þá er það af því einu, að hann ber ekki það traust til þeirra, að þeir geti leyst prófraunina á viðunandi hátt. En þetta held ég að sé ástæðulaust vantraust. Ég efast ekki um, að innan þeirra flokka, sem stutt hafa ráðh., séu lögfræðingar, sem fullkomlega væri treystandi til að standast þessa margumræddu prófraun; og að ráðh. þurfi því ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því, að hann þurfi að skipa stjórnmálaandstæðinga sína hæstarétt.

Þá ætla ég að víkja nokkru nánar að því, sem hæstv. ráðh. sagði um óánægju þjóðarinnar með hæstarétt. Hann hélt því fram, að það væri risin upp rík óánægja með réttinn, og hann kvað upp þann dóm, að hún væri réttmæt. Hann var með miklar bollaleggingar um það, eftir hverju ætti að dæma, og komst að þeirri niðurstöðu, að það ætti að fara eftir almenningsálitinu. Síðan taldi hann upp dæmi þess, að hæstiréttur hefði verið óheppinn dómum sínum. En það sagðist hann kalla góðan dóm, sem væri í samræmi við almenningsálitið í landinu.

Ég veit ekki, hvort hæstv. ráðh. hefir gert sér það ljóst, hversu óhugsanleg braut þetta er til að fara inn á. Fyrst og fremst verður aldrei um það sagt með fullri vissu, hvert almenningsálitið er. Hver á að skera úr um það? Ekki verður nein atkvgr. viðhöfð. Auk þess breytist almenningsálitið oft skyndilega og mundi því allt öryggi hverfa. Þá má og minna á, að stjskr. býður dómurum að fara eftir lögunum, og yrði þá að sjálfsögðu að breyta því ákvæði.

En jafnvel þótt gengið sé út frá, að hægt sé að finna almenningsálitið og að það sé nokkuð stöðugt, þá held ég, að það verði hæpinn mælikvarði samt. Reynslan bendir á, að það sé ekki ávallt heppilegt að fara eftir því. Menn kannast við galdrabrennurnar. Þær sýna meiri fáfræði, minni mannúð og lægri siðmenningu en nokkrir aðrir atburðir sögu landsins. Ég er ekki vafa um, að ýmsir þeirra manna, er neyddust til að dæma galdradómana, hafa verið sannfærðir um, að galdramennirnir hafa ekki brotið svo af sér, að það væri réttmætt, að þeir fyrirgerðu lífinu. En þeir fóru eftir almenningsálitinu. Ég er ekki vafa um, að við, sem nú lifum, mundum líta upp til þess dómara, sem þá hefði ekki lotið almenningsálitinu. Þá má og minna á mjög frægan dóm, e. t. v. frægasta dóminn, sem sögur fara af, sem kveðinn var upp austanvert við Miðjarðarhafið fyrir nálægt 19 öldum. Sá dómur var í samræmi við almenningsálit sinnar tíðar, en dómarinn hefir samt ekki fengið neinn sérstakan hróður fyrir hann.

Annars vil ég í allri vinsemd benda hæstv. ráðh. á, að ég held, að hann hafi hér ruglað saman tvennu alveg ólíku. Það má vafalaust til sanns þegar færa, að almenningsálitið eigi að ráða löggjöfinni á hverjum tíma. En dómstólar verða að dæma eftir lögunum eins og þau eru. Að öðrum kosti er allt réttaröryggi horfið.

Það er ekkert nýtt að heyra það frá hæstv. dómsmrh., að hæstiréttur hafi leyst hlutverk sitt illa af hendi, og er enda tilgangslaust að deila um það við hæstv. ráðh. Ég hefi lítið orðið var við þessa óánægju með hæstarétt, sem hæstv. dómsmrh. er alltaf að tala um, en vel má vera, að hann hafi orðið hennar var. Það þarf nú ekki að vera neinum undrunarefni, og er sannleika engin sönnun þess, að dómstóllinn hafi leyst hlutverk sitt illa af hendi, þó einhverrar óánægju verði vart með hann, eftir þær mögnuðu og langvarandi árásir, sem hann hefir orðið fyrir af hendi hæstv. ráðh. og blaði stj. Sú stofnun má sannarlega standa föstum fótum, sem líður ekki meira við svæsnar og margendurteknar árásir víðlesnu blaði en hæstiréttur hefir gert vegna árása hæstv. dómsmrh. og blaðs hans. Ég hefði ekkert við þessu að segja, ef þessar árásir væru ekki annað en rökstudd gagnrýni á dóma réttarins, en því hefir sjaldan eða aldrei verið til að dreifa, heldur hafa þetta jafnan verið getsakir garð réttarins og hreinir sleggjudómar um verk hans. Mér þykir rétt í þessu sambandi að skýra frá því, að ég hefi haft aðgang að bréfi, sem ráðunautur eins af stórveldunum í málum út af landhelgisbrotum togara hefir skrifað hingað, þar sem hann fer mjög lofsamlegum orðum um hæstarétt Mér þykir ekki þörf á að nafngreina þennan mann hér, en mundi geta fært sönnur á mál mitt, ef véfengt yrði. Sjálfur þekki ég ekki þennan mann, en það má ætla, að trygging sé fyrir því, að hann hafi vit á þessum málum, því að stj. lands hans hefði varla farið að velja hann til þessa starfa, ef hann væri ekki vel fær sinni grein. Þessum manni farast svo orð um hæstarétt, m. a.:

„I have developed á great respect for your Supreme Court, probably because they practically decide cases both for and against our trawlers in the same way, that should have done had been in their place“.

Slíkum viðurkenningarurðum fer þessi maður um hæstarétt, og er hér þó um að ræða mjög viðkvæm mál, og það einmitt hann flokk mála, sem hæstv. dómsmrh. ekki hvað sízt hefir notað sem árasarefni á hæstarétt. Því verður og að vísu ekki neitað, að mörg þessi mál eru mjög tvísýn og erfitt að dæma um það, hvað eru lögfullar sannanir fyrir brotum, og má því hæstiréttur vel við una að hafa fengið slíka viðurkenningu þessum efnum einmitt frá þessum manni, og ég ætla enda, að dómur þessa manns geri meira en að vega upp á móti þeim dómum, sem hæstiréttur hefir orðið að þola af hálfu hæstv. dómsmrh. og flokksmanna hans.

Hæstv. ráðh. nefndi til tvö einstök mál, sem honum þótti sanna það, að hæstiréttur hefði kveðið upp flokksdóma eða hlutdræga dóma. Kemur það auðvitað ekki, til mála að fara að rekja hér gang þessara mala. Til þess er hér hvorki staður né tími. — Annað þessara mála, sem hæstv. dómsmrh. var að klifa á þessu samband, var mál S. í. S. gegn Birni Kristjánssyni, fyrrv. alþmn. Voru sum ummæli hans um S. Í. S. dæmd ómerk, af því að þau þóttu ganga lengra en heimilt væri, en S. Í. S. var hinsvegar synjað um skaðabætur vegna ummælanna. Hæstv. ráðh. verður að gæta að því, að eftir ísl. lögum er ekki hægt að tildæma skaðabætur slíkum tilfellum, nema það sé sannað málinu, að hlutaðeigandi hafi beðið skaða vegna þeirra ummæla, sem um hann hafa verið höfð. Ég skal játa það, að ég fyrir mitt leyti álít þessa réttarreglu vafasama. Það er oft og tíðum öldungis ófullnægjndi réttarvörn fyrir lygum og rógburði, þó afbrotamaðurinn fái smávegis sektir, sem auk þess kváðu nú ekki alltaf vera greiddar. Og ef hæstv. ráðh. vill taka til yfirvegunar að skerpa eitthvað viðurlög við slíkum afbrotum, skal ekki standa á mér til samvinnu. En það er ekki hægt að kasta steini að hæstarétti fyrir það, þó að hann dæmi eftir lögum landsins og ríkjandi réttarvenjum. Þá fyrst, þegar búið er að breyta logunum þessum efnum, er hægt að krefjast annarskonar dómsúrslita. — Að því er hitt málið snertir, sem hæstv. dómsmrh. drap á sem dæmi upp á flokksdóm hjá hæstarétti, og gat hann mín í því sambandi, en að vísu öllum vingjarnlegheitum þó, þá varð niðurstaða réttarins því að því leyti á aðra leið, að rétturinn leit svo á, að hlutaðeigandi hefði getað sannað skaða sinn. Það var rétt hjá hæstv. dómsmrh., að ég var sannfærður um það þá, að þetta hefði ekki verið sannað málinu, en hinsvegar hefir mér aldrei komið til hugar, að þar hafi verið um hlutdrægan dóm að ræða. — Annars er það fáránlegt, þegar hæstv. ráðh. er að tilfæra ummæli, sem málflm. viðhafa sókn eða vörn máls, sem sönnun þess, að dómsniðurstaða sé röng. Röksemdafærsla sækjanda og verjanda um hvert einstakt deiluatriði gengur jafnaðarlega alveg gagnstæða átt, og verður þó ekki nema önnur lögð til grundvallar við málsúrslit. Og auk þess mundu málaflm. naumast verða taldir óhlutdrægir dómarar um þau mál, er þeir hafa tekið að sér. Það er ekki nema mannlegt, að þeim þætti til að líta einhliða á málin og draga fram málstað skjólstæðings síns með sterkum dráttum. En hæstv. dómsnrrh. gat ekki um annað mál, þar sem ritstjóri Tímans átti einnig hlut, en var sýknaður af skaðabótakröfu stefnanda, enda þótt hann gæti fært allmiklar líkur fyrir því, að hann hefði orðið fyrir skaða vegna ummæla blaðsins. Ég geri ráð fyrir því, að hæstv. ráðh., kannist við þetta mál, og sé ég því ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir því, en eins og ég áður sagði, urðu úrslitin því hin sömu og í máli S. Í. S. gegn Birni Kristjánssyni. Ég held því, að hæstv. dómsmrh. geti ekki með tilvísun í þessa dóma fært líkur fyrir hlutdrægni af hálfu hæstaréttar, enda læt ég úrætt um þetta atriði, en vil aðeins drepa stuttlega á örfá önnur atriði ræðu hæstv. dómsmrh.

Hæstv. ráðh. byrjaði ræðu sína með því, að ég vildi taka allar umbætur úr frv. Hvað getur gefið hæstv. ráðh. ástæðu til að segja þetta? Hverjar eru þær umbætur, sem ég vil nema burt úr frv.? — Ég get ekki hugsað mér, að fleiri en tvö af nýmælum þessa frv. séu líkleg til að hafa áhrif á réttaröryggið, og ég ætla, að flestir muni mér sammála um þetta. Þessi tvö nýmæli eru annarsvegar dómarafjölgunin og hinsvegar hin opinbera atkvgr. dómaranna, og um hið síðara er þó það að segja, að ég fyrir mitt, leyti lít ekki svo á, að það hafi áhrif á réttaröryggið, þó að ég af öðrum ástæðum sé því meðmæltur. Afskipti mín af þessum nýmælum eru nú þau ein, að ég vil láta annað standa óhaggað eins og ráð er frv., en um hitt hefi ég gert þær till., að hinum föstu dómurum verði fjölgað upp 5, úr 3, stað þess að hafa 2 aukadómara, eins og frv. ákveður. Og eru nú líkindi til þess, að réttaröryggið verði minna með 5 fastadómurum en 3? Ég held, að ekki sé hægt að halda því fram alvöru, enda hefir enginn orðið til þess að færa þau rök fyrir því að hafa fastadómarana 3, að með því næðist meira réttaröryggi, heldur hefir þetta aðeins verið rökstutt með því, að hér væri um sparnaðarráðstöfun að ræða.

Þá var hæstv. dómsmrh. að brigzla mér um það, að ég hefði skipt um skoðun í þessu máli og þykir mér honum þar firrst um fara, því að hann hefir sjálfur snúizt ekki lítið þessum málum síðan fyrir 10 árum. Þá bar hann fram frv. hér í þinginu um að fækka dómurum hæstaréttar niður 3, úr 5, sem þeir voru þá, og rökstuddi hæstv. ráðh., þetta með því, að dómaratalan væri þó hlutfallslega hærri en annarsstaðar, miðað við fólksfjölda. Slíkar röksemdir eru að vísu ekki sérstaklega sannfærandi, því að vitanlega nær engri átt að miða dómendatölu hæstaréttar við fólksfjölda. — þá taldi og hæstv. dómsmrh. hina skriflegu málafærslu til mikilla menningarbóta 1923. Farast honum m. a. svo orð í því sambandi (Alþt. 1923, C–D, bls. 572): „Hefði getað komið til mála að koma fram með brtt. við upprunalega frv. um að lögbjóða skriflegan málaflutning, en ég sá eigi ástæðu til að koma með slíka brtt. nú, þegar hv. n. vill vísa málinu til landsstjórnarinnar“.

Eftir því, sem hæstv. ráðh. lítur nú á þessi mál, hefir hann verið á hinum verstu villigötum 1923, og mundi hann ekki geta verið kominn á þá skoðun eftir önnur 10 ár hér frá, að hann sé einmitt nú á villigötum, þegar hann vill afnema dómaraprófið og taka menn með umboðsstörfum dómstólinn? Mér kæmi það a. m. k. ekki á óvart, þó að svo yrði.

Ég vil þannig alls ekki kannast við, að brtt. mínar miði að því að nema úr frv. þær umbætur, sem telja mætti, að í því fælust, því að brtt. mínar miða þvert á móti að því að bæta úr ágöllum fv., eins og ég þykist hafa sýnt fram á, og ætti reyndar að vera öllum ljóst, sem á annað borð geta haft augun opin þessu máli.

Hæstv. dómsmrh. drap enn á niðurlagningu hæstaréttar og virtist nú vera á annari skoðun um þetta atriði en hann var við 1. umr. Þá sagði hann að óhætt væri að samþ. þetta ákvæði frv., af því að dómararnir sætu raun og veru áfram eftir sem áður. Nú segir hæstv. ráðh., að hér sé um sama að ræða og þegar hæstiréttur var stofnaður, en þetta er auðvitað hinn mesti misskilningur. Þegar hæstiréttur var stofnaður, var dómstigunum fækkað úr 3 niður 2, æðsti dómstóllinn fluttur inn landið, en hæstiréttur Dana lagður niður sem ísl. dómstóll, þar var því um raunverulega breyt. á dómaskipuninni að ræða. Og það er eins og hver önnur fjarstæða að líkja þessum litlu breyt., sem með þessu frv. yrðu gerðar á hæstarétti, ef samþ. verður, saman við breyt., sem gerð var á dómaskipuninni 1919, og engin frambærileg rök hafa verið flutt né verða flutt fyrir ákvæðinu un niðurlagningu réttarins. Hitt er mér persónulega kunnugt um, að margir þeir, sem þó fylgja þessu ákvæði frv., gera það vegna þess, að þeir álíta ákvæðið saklaust, þar sem dómurunum er tryggt sæti fimmtardóma, og veð ég þó að segja það, að mér kemur undarlega fyrir, að menn skuli geta friðað samvizku sína með slíkum afsökunum.

Ég vil svo að lokum drepa lítillega á síðustu ummælin, sem ég hlustaði á hjá hæstv. dómsmrh., en ég varð að fara af fundi, áður en hann hafði lokið ræðu sinni. Hæstv. ráðh. Vildi nota það sem röksemdir fyrir því, að æðsti dómstóll landsins væri ekki vaxinn hlutverki sínu, að Ísl. lagamenn hefðu ekki sýnt áhuga á því að bæta löggjöfina og yfirleitt ekki sýnt hann áhuga fyrir fræðigrein sinn, sem æskilegt væri. Sem dæmi upp á þetta nefndi hæstv. dómsmrh. það til, hve þátttaka ísl. lagamanna hefði verið lítil á fundum norrænna lögfræðinga. Það er að vísu rétt, að þátttaka ísl. lagamanna hefir ekki verið mikil á þessum fundum, en ég vil ekki kannast við það, að það stafi af þekkingarleysi eða áhugaleysi heldur er þetta að rekja til þess, að ísl. lagamenn hafa um allt erfiðari aðstöðu til að taka þátt íslíkum félagsskap en erlendir starfsbræður þeirra. Veldur þar bæði um, að íslenzkir lögfræðingar eru bundnari við störf sín en lögfræðingar með nágrannaþjóðum okkar, sem margir hafa komið ár sinni svo fyrir borð, að þeir geta varið eins miklum tíma og þeir vilja til að sinna áhugmálum sínum, en auk þess gerir lega landsins sitt til að mikla þessa erfiðleika. En ísl. lagamenn hafa þó sýnt nokkra viðleitni þessa átt, og er þannig Íslendingar ritstjórn eins helzta rits lögfræðilegs efnis, sem gefið er út á Norðurlöndum, og nokkrir ísl. lagamenn hafa átt greinar þessu riti, og reyndar fleirum lögfræðilegum ritum, þó að greinar þeirra e. t. v. hafi ekki vakið sérstaka athygli.

Þá vildi hæstv. dómsmrh. og einnig kasta steini að ísl. lögfræðingastéttinni fyrir það, hve lítið hún hefði látið sér annt um umbætur á löggjöfinni innanlands, og nefndi hæstv. ráðh. umbæturnar á tugthúsinu til í þessu sambandi. Hæstv. ráðh. hefir nú reyndar minnzt á þetta æði oft áður, en honum hefir hinsvegar alltaf láðist að geta þess, að það var einmitt fundur lögfræðinga, sem hér er haldinn 1927, sem upptökin átti að þessum umbótum. Á þessum fundi var samþ. áskorun til stj. um að gera nauðsynlegar endurbætur á fangahúsinu hér í Reykjavík. Skal ég fúslega játa það, að hæstv. dómsmrh. brást vel við þessari áskorun, en það gefur honum þó ekki rétt til að kasta steini að okkar innlendu lögfræðingastétt fyrir það, að hún hafi ekki viljað sinna þessu máli. Hæstv. ráðh. var að tala um það, að hann hefði sætt ámælum fyrir aðgerðir sínar í þessu máli. Minnist ég þess ekki, að ég hafi séð eða heyrt hæstv. ráðh. ámælt fyrir umbætur hans á fangahúsinu hér, en hitt hefi ég vitað honum ámælt fyrir, að fangavistin austur á Litla-Hrauni hafi orðið dýrari en hún þurfti að vera. og ég get fullkomlega tekið undir það, að hæstv. ráðh. hélt þar ekki eins vel á fé og þurfti að gera, en skal þó ekki fara frekar út í það hér, af því að það kemur þessu máli ekki við.

Fleira sé ég ekki ástæðu til að gera sérstaklega að umtalsefni í ræðu hæstv. dómsmrh., en vil þó að lokum leiðrétta það, sem hann sagði um afstöðu mína til sérbrtt. hv. 3. landsk. Ég sagði að vísu, að till. væri miðuð við það sérstaka ástand, sem nú er, en hitt sagði ég aldrei, að till. væri „vitleysa“. Þvert á móti lýsti ég yfir því, að ég mundi fylgja henni af því að mér er ljóst, sérstaklega þó, ef dómaraprófið verður fellt niður, að með henni er fengin aukin trygging fyrir sæmilegu vali á dómurunum.